föstudagur, september 30, 2005

Ammæli :)


















Tveggja ára! Öss! Tíminn er allt of fljótur að líða ;) hehe......

Varð að gera almennilegt afmælipost! Af því að það kom ekki helmingurinn af því sem ég skrifaði í örblogginu, ekki sátt...

En já, síðan er tveggja ára, það er föstudagur og helgin alveg að ganga í garð! Sveiflu-kongurinn á morgun = Allt að gerast og lífið er ósköp ljúft :-D ...Þó svo að ég sakni sumra obboðslega mikið :*

OVERA AND OUT
- Vera -

Örblogg

ggja ara! :) Tja èg skal nù segja ykkur thad, timinn er fljòtur ad lida ;) x
Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

Örblogg

Hùn a afmæli i dag, hùn a afmæli i dag, hùn a afmæli hùn gydjunar.blogspot.com! Hùn a afmæli i dag! :-D ................ Jah, haldid ekki ad sidan sè tveü
Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

fimmtudagur, september 29, 2005

ég var að velta fyrir mér ...

... hvern fjandan á maður að gera ef manni leiðist?!

Ég vildi að það væri laugardagur, þá væri ég í helgarfrí, ég væri búin að flytja og ég væri á leiðinni á ball með sveiflukónginum í góðra vina hópi !! sjibí ...

bara til þess að sýnast ...

... ég er nú bara að henda hérna inn nokkrum orðum til þess að sýnast.
Ég er búin að vera heima að, vegna veikinda, núna í tvo daga ... þó svo að það sé allt í lagi með mig í dag var ég heima, svo mér slái nú ekki niður eins og maðurinn sagði. Ég er alveg búin að komast að því að ég er ekki alveg manneskjan í það að liggja heima eins og ég veit ekki hvað og gera ekki neitt ... Í gær hafði ég ekki getu í það að hugsa og pæla í hlutunum því ég var alveg ded, í dag þá hef ég ekki haft tíma þar sem ég hef verið kappklædd í því að pakka niður draslinu mínu og svona ... flutningur á morgun og á laugardaginn.

Ég verð í litlu sem engu netsambandi næsta mánuð .. jafnvel mánuði (í fleirtölu!!). Þannig reynið að hugsa til góðu stundanna okkar saman, ekki grenja því ég er ekki á msn eða ég sé ekki að blogga, lífið er bara svona sykurpúðar ;) Notum bara gsm símann í okkar samskiptum og ekkert kjaftæði ...

Sveiflukóngurinn hann Geirmundur verður með stórdansleik í Víkurbæ á laugardaginn ... ég veit ekki með ykkur, en svona sjaldséð dansiball læt ég ekki fara framhjá mér fara, ó nei !!

Jæja ... Þannig er það nú bara, heimsins bestasta besta Guðbjörg kveður

miðvikudagur, september 28, 2005

Veröld mannsins fær mig til að velt ýmsu fyrir mér....

.....af hverju skildi vera svitalykt af heitum lauki?....... Makes you wonder right?
OVER AND OUT
-
Vera-WONDERwomen -

þriðjudagur, september 27, 2005

What is up with that...!?!

.....Okei, ég er að spöglera (I know happens alot!), hvað er málið með Bónus-grísinn? Augun í honum eru ekki eins! Annað er svona dökt og lítið + það að augabrúnin á honum er feitari og dekkri. Svo er hitt augað mjóar línur og stórt a.m.k. miða við hitt augað og augabrúnin er mjórri!?....just a litle bit creepy!

OVER AND OUT
- Vera-WONDERwomen -

mánudagur, september 26, 2005

Hættan leynist í hverju horni.....meira að segja í ABT-mjólkinni

......já! ég var skvo vör við það í morgun! Skal nú segja ykkur það! En áður en við komum að þessum svakalega "lífsháska" sem ég lenti í þá vil ég byrja á því að monta mig dulítið. Haldiði ekki að stelpan hafi ekki vaknað rétt fyrir sex og skellt sér í ræktina, jújú mikið rétt og til þess að hneyksla ykkur meira þá er þetta skvo ekki fyrsti morguninn sem ég tek daginn svona snemma með því að skella mér í ræktina. Óseiseinei, fór á síðasta mánudag líka! Jáh, stelpan á þetta til! Jói the free-man er minn co-morgunhani. Við mætum þarna alltaf eldhress með okkar CULO lög ;) hehe
En já svo við snúm nú okkur að lífsháskanum. Þegar ég mætti í skólann í morgun var ég náttlega svöng eftir ágætis púl í íþró. Svo ég ákvað nú bara að borða ABT-mjólkina mína. Ég í sakleysi mínu ætlaði bara að taka lokið af dollinni! Jáh! Neih! ég skar mig!! Ég skar mig á ABT-mjólk so to speak! Hvað er það! Mér er spurn! Jói þurfti að opna fyrir mig bévítans dolluna því ég var skorin á tveimur fingrum. Var að spá í að fara upp til Sveinu og tilkynna veikindi, meina ég gat nú varla pikkað á tölvuna með aðeins 3 fingrum hægri handar! En ég er náttlega kraftar-kjelling og beit bara á jaxlinn og þraukaði allan daginn! ;) hehe

Annars er fátt að frétta af þessum bænum nema að mér finnst veðrið hryllilega ógeðslegt og finnst að þetta ætti að vera lögleg afsökun til þess að fá að vera heima, kúrandi undir sæng 24/7!! En svona er víst lífið.....

E.S. Krakkar varist ABT-mjólk ;)


- Vera; OVER AND OUT -

sunnudagur, september 25, 2005

klukkerí lukkerí sukk ....

Hverjum dettur það snjallræði í hug að klukka mig ? Ásta ... ég elska þig ;) I mean it :) Þetta verður hreinskilið klukk, ekki það að ég sjái mikinn tilgang í því, hmm ... anyway

*Ég á erfitt með að treysta fólki. Þannig er það nú bara.
*Ég tel mig vera vel heppna sko ;) ... Ég á fullt fullt fullt af vinum, fullt fullt fullt fullt af kunningju og fullt fullt fullt fullt fullt af ættingjum sem ég fýla alveg í botn og get alltaf skemmt mér með og svoleiðis shit ... ;þ
*Ég er ekki þannig týpa að fara á djammið og geta bara setið og spjallað allan tímann, ég verð helst að geta smá rispu á dansgólfinu :D !! hell yeah.
*Ég er alveg sátt með mitt hlutverk í lífinu sem meðal annars er : vinkona, kunningji, dóttir, besta frænka, litla og stóra systir ;)
*Mér finnst alveg helvítis helling gaman að vera í kringum skemmtilegt fólk og hitta fólk á förnum vegi sem ég hitti kannski ekki alveg á hverjum degi. Ég elska ykkur fólk ;)

Ég er ekkert alveg að nenna því að klukka einhvern eða einhverja aðra ... en mig langar að hvetja Leifarnar mínar, Óttar, Rögga og Bjarna til þess að blogga hjá sér, þannig ég klukka þá ... alla :) ég er svo endalaust skemmtileg.

Ég fór í afmæli í gær ... mikil ósköp hvað það var gaman. Stebbi K. verður 20.ára þann 10.okt. og Karl faðir hans verður 50.ára 26.sept. Þannig við "eftirlifendur" ´85 árgangsins hérna fyrir Vestan smöluðum okkur saman og mættum ... það kom bara í ljós að við fáum allsstaðar góðar undirtektir þar sem við mætum og sláum í gegn ;) Takk aftur fyrir mig feðgar.

Bara svo það sé á hreinu þá er ég vel sátt við að snjórinn sé mættur á svæðið! hann er svo hlýlegur ;) gerir það svo kósý að vera bara heima...
Mér líður dulítið illa ... eða svona furðulega ... ég fór ekkert á kjallarann þessa helgina, hvað er það Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir ?!

Takk fyrir mig í dag ... niðurpökkun skal haldið áfram !!

laugardagur, september 24, 2005

Klukk!

5.staðreyndir um mig (og það er bannað að gera grín eða hneykslast ;) hehe):

* Mér finnst best að sofna á maganum, helst með hægri fótin svona bauglaðann saman upp að mér ;)

* Byrja á því að lesa ÖLL blöð á baksíðu og vinn mig svo til baka eða fram, hvort sem maður segir ;)

* Ég pissaði einu sinni úti í móa (fyrir utan garðinn heima) þegar ég var lítil! :-o það var
bara svo asskoti langt að fara inn á w.c ;)

* Það er bannað að tala við mig á morgnanna, ég er morgunfúl en samt bara fyrir átta ;)

* Þegar ég næ í gos eða eitthvað niðri í bílskúr á kvöldin/nóttunni hleyp ég alltaf upp stigana. Finnst alltaf eins og einhver sé fyrir aftan mig. (svona boogyman ;) ..) Og þegar ég var yngri hafði ég alltaf með mér skæri eða eitthvað álíka just in case! En núna þarf ég þess ekki, hef minn trygga varðhund með mér =)

Þar hafiði það! Þetta gengur víst eins og heitur eldur um allan blogg heiminn! Leikurinn gengur víst út á það að maður á að skrifa 5 staðreyndir um sjálfan sig sem eru ó- eða lítt þekktar. Ég má ekki vera minni kona og tek þátt í leiknum. Mæja Bet er búin að klukka mig og svo Ásta líka! :)
Svo í tilefni þess langar mig að klukka einhverja: Ásgeir-klukk ;), Þórdís frænka-klukk ;), Gulla Bing - klukk ;)


- Vera -

Ja hérna hér ....

... þannig er það nú bara! Það er farið alveg helv. helling, svei mér þá. Ekki það að snjórinn sé eitthvað slæmur, hann er fínn greyið ;) bara svo kalt .. brrr ... :-S

Samkvæmt nýjustu tölum þá erum við að tala um það að ég er að fara að flytja núna á mánaðarmótum í 4 sinn bara á þessu ári, takk fyrir pent. Flutningarnir eiga samt sem áður eftir að verða 5 talsins. Mikið verð ég fegin þegar við getum loksins flutt inn á Holtabrúnina... allt að gerast þar.
Það er samt smá plús sem vinnst í öllum þessum flutningum, ég er orðin meistari í niðurpökkun ;) Alveg magnað, svei mér þá. Guðbjörg The aðalpakker ;) yeah ...

En ég er á lífi ... alveg á syngjandi ferð .... :)

miðvikudagur, september 21, 2005

Hver var Hann?

Þrjár sannanir fyrir því að Jesú var mexíkani:
- Hann hét Jesú
- Hann talaði tvö tungumál
- Hann fékk aldrei frið fyrir yfirvöldum

Sömuleiðis eru líkur á því að Jesú hafi verið svertingi:
- Hann kallaði alla "bræður sína"
- Hann var hrifinn af gospel
- Hann fékk aldrei sanngjarna málsmeðferð hjá yfirvöldum

En það gæti líka vel verið að hann hefði verið Gyðingur:
- Hann fetaði í fótspor föður síns
- Hann bjó heima þangað til að hann var 33gj ára
- Hann notaði olivuoliu

Þrjár sannanir sem sýna sterklega að Jesú hefði vel getað verið ítalskur:
- Hann baðaði út höndunum þegar hann talaði
- Hann drakk vín með hverri máltíð
- Hann var viss um að mamma sín væri hrein mey og mamma hans var viss um að hann væri Guð

Þrír möguleikar sem sýna að hann hefði getað verið frá Kaliforníu:
- Hann lét aldrei klippa sig.
- Hann gekk berfættur.
- Hann lagði grunn að nýrri trú.

En það er þó mjög líklegt að hann hafi verið Íri:
- Hann giftist aldrei.
- Hann elskaði að vera úti í náttúrunni.
- Hann var sífellt að segja sögur.

EN....það líklegasta er að Jesú hafi verið KONA:
- Hann var neyddur til að fæða fjölda manns án fyrirvara þótt ekki værinokkur matur til !!!!!!
- Hann reyndi að láta rödd sína heyrast meðal fjölda karla sem ekki föttuðu baun
- Þrátt fyrir að hann væri dáinn, varð hann að rísa upp aftur því þaðvarmeira sem hann átti eftir að gera !!!!!!!!!!

Þess vegna skaltu senda þetta til allra kvenna sem þræla og púla og fá aldrei nokkra hvíld svo þær skilji að þær eru enn guðdómlegri en þær héldu!!
- Vera -

laugardagur, september 17, 2005

Örblogg

Tad er verid ad taka upp tatt med stelpunum i kringlunni. OMG!
Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

miðvikudagur, september 14, 2005

Sumarið er tíminn ... !!

.. ég held að ég sé að gera mér grein fyrir því að sumarið sé að líða sitt skeið! Ég er svoldið svekt yfir því. Þetta sumar, sem á mínum mælikvarða er búið (sepember, haustmáuður, skólarnir byrja), var eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað, og hef ég nú upplifað þau mörg skemmtileg ;):)



Oftar en ekki voru helgar sumarsins svo skemmtilegar að margir voru vel eftir sig morguninn eftir ... enda "standandi" partý alveg hérna hægri vinstri, víðsvegar um Bolungarvíkina góðu :)



Kjallarinn var, er og verður alltaf staðurinn !!! shit ... ef þessi huggulegi staður hefur ekki bjargað sumrinu þá veit ég ekki hvað. Þjónustan þarna er líka alveg til fyrirmyndar og færir staðinn á hærra plan. t.d. kemur lögreglan færandi hendi með spilastokk, nefna vínið sem vantar, þá er það komið helgina eftir ... allt tip topp á þessum stað !! Plús ... engin reykingafnykur af manni eftir djammið þarna !



Svo auðvitað á svona klassa sumri kynntist ég og mínir fullt af fólki, sjóurum, fótboltaspilurum vinum þeirra og ég veit ekki hvað og hvað ... allt eru þetta ágætis fólk, svei mér þá. Gerðu suarið bara skemmtilegra ef eitthvað er!
Eins og myndin ber þess merki þá var ýmislegt gert sé til dundurs ;) og skemmtunar auðvitað líka !! :)

En krakkar mínir .. ég vil bara þakka öllum þeim sem skemmtu sér með mér, nálagt mér og ég veit ekki hvað og hvað, kærlega fyrir mig!!! Þetta sumar ... SUMARIÐ 2005 rokkar !! :) hell yeah

mánudagur, september 12, 2005

Testing....Testing...

......YEAH! It works! ;) Tölvan mín er alveg mögnuð! Oh! Það er svo gaman að fá nýtt dót :-D híhí... Er búin að vera að dúlla mér í henni í mest allan dag....aðalega færa skrár úr gömlu yfir í þessa og svo náttlega hanga á netinu; fyrsta sem ég gerði þegar ég kveikti á tölvunni var að fara á netið :-D hehe...

En hérna er mynd af gripnum; Hún er svo sæt...já þetta er hún sbr: hún tölvan.... HÚN hefur ekki fengið nafn enn þá en ef til vill þegar við erum búin að kynnast hvor annarri betur fær hún eitthvað cool nick :)

Annars er barasta allt gott að frétta af þessum bænum, eins og venjulega :) Var að vinna um helgina, alltaf gaman að vinna :) Síðan byrjaði bara brjáluð skólavika í dag með öllu tilheyrandi; kafla-próf á föstudaginn í frönsku :-S líst nú ekkert á það! En vogur vinnur ect. :op Svo þarf maður að gera fyrirlestur í sögu um "afnum einveldis í Danmörku" YEAH! get ekki sagt annað :) hehe

Speki dagsins í dag er:
"Sigurinn á sér marga feður, en ósigurinn er munaðarlaus."
Með öðrum orðum, fáir vilja taka ábyrgð á því sem miður fer. Málið er hins vegar að einungis með því að viðurkenna ósigra okkar, getum við lært af þeim og komið í veg fyrir að þeir endurtaki sig

Hef þetta ekki lengra að sinni, au revoir ;)

--{-@ *Kossar&Knús* @-}--




*ROFL* Það var HP sem styrkti þessa færslu ;) *ROFL*

laugardagur, september 10, 2005

Við ku vera stödd.....

.......heima hjá Guðrúnu Halldóru nokkri Halldórsdóttur :) í litlu game-i; Pizza + fólk+ playstation2 = GAMAN :-D .......Ég er að því komin að lognast út af í stólnum, ef til vill á ég ekki aftur kvæmt en ég mun vera happy; því að ég er södd og mér líður vel :op hehe....

En þeir sem flokkast undir þessa mynd hér fyrir ofan ku vera; Karitas, Helga, Gunna, Berta, Hjörtur, Ásta, Jói, Mæja Bet og engin önnur en GUÐBJÖRG STEFANÍA HAFÞÓRSDÓTTIR (sem lætur sig ekki vanta þar sem fólk er saman komið ;)...) og svo náttl. MOI ;) híhí

Þið sem eruð að jamma --> góða skemmtun og gangið hægt um gleðinnar dyr ;)
Þið sem eruð heima að hafa það notó --> hafið það bara gott og njótið kvöldsins ;)

miðvikudagur, september 07, 2005

"...margir komu af fjöllum en flestir af örævum!!"

... Já, þessi fleygu orð sagði réttamaður Stöðvar tvö núna í dag þegar hann hafi verið að spyrja floksmenn sjálfstæðisflokksins um vitneskju þeirra um að Dabbi kóngur (Davíð Oddsson) væri hættur í stjórnmálum. Ég nenni nú lítið að tala um þetta þar sem ég fæ alveg örugglega feiki nóg af þessari frétt á morgun á öllum þessum tveim útvarpstöðvum sem ég hlusta á í vinnunni.

Ég sakna krakkanna í skólanum .. ég sakna vina minna!! ég sakna þess að geta ekki gengið inní skólann og séð fullt af andlitum sem ég þekki og brosa til mín og heilsa mér ... hitt vini mína,pirra kennarana, talað um allt og ekki neitt, skipulagt djammið og ég veit ekki hvað og hvað. Ég sakna Sigurbjargar líka í vinnunni ... við erum í sitthvorum endanum í vinnslusalnum og getum ekki talað saman nema á eins og hálfstíma fresti,þegar við fáum pásur, við, samt sem áður, grettum okkur og geyflum (okkar svokallað táknmál) stöku sinnum... spennandi.

Ég er ekki frá því að ég sé alveg vinsæll kostur á djammið ... ég er alveg búin að sjá það ... hver manneskjan á fætur annarri að bjóða mér/biðja mig um að koma eða fara hingað eða þanngað til þess að skemmta mér og öðrum. össs .... það er hevy topp feelingur að vera vinsæl ;) hehe!!

Ég er mikið að pæla í einu og öðru þessa dagana ... en ég kem þeim hugsunum ekki frá mér, þegar ég er að vinna í því að rita þær hérna á bloggið eða bara tala um þær, þá vefjast þær með endemum fyrir mér og ég get ómögulega komið þeim frá mér !! öss ... eins og Bangsímon vinur minn og félagi segir alltaf og klórar sér í höfðinu : "Hugs,hugs".

Þetta var fyrir lufsurnar !! ;)

G.Stefanía OUT !!

þriðjudagur, september 06, 2005

Mien amie est domestique! :-D

Veit ekkert hvað ég var að bulla þarna í uppi, ef einhver skilur þetta er ég betri í frönsku en ég hélt annars mun ég halda áfram að læra ;) hehe
En allavega snúum okkur að aðal málinu! Mín elskulega vinkona og frænka Guðrún Halldóra Halldórsdóttir er kominn heim vestur á firði, mér til mikillar ánægju :-D Eftir 8 vikna dvöl á landi spaníjólanna ;) hehe
Langar þar af leiðandi að tileinka þessari færslu henni, VELKOMIN HEIM SPANJÓLINN MINN :* :-D


- Vera