miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Vangavelta...


Ég velti því fyrir mér á tímum sem þessum, neih ég er ekki að tala um krepputíma! Ég er að tala um próftíma/tíðir. Hversu mörgum trjám ég hef eytt. Í glósugerð, í endurglósugerð og þetta er ekki búið. Ónei! Ég er rétt að hita prentarann upp.....Þetta er pæling....kannski ekki góð....en pæling samt sem áður.

Fann þessar upplýsingar á netinu, conservatree.org:
- 1 ream of copy paper (500 sheets) uses 6% of a tree
- Nearly 17 reams of copy paper uses 1 tree
- A 16-page brochure (5,000 copies) uses almost 5 trees

Já meðan ég man, ef einhver rekst á einbeitninguna mína, þolinmæðina og dugnaðinn má sá hinn sami sendan á Traðarland 8. Sárt saknað...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að einbetingin mín hafi farið með þinni ... Ættum við að fara út að leita? ;)
kveðja, Palli ... eða bara Guðbjörg