Ég vaknaði kl. 06:05 í morgun í þeim tilgangi að fylgjast með leik íslendinga og pólverja á píu-leikunum í Peking!! Ég viðurkenni það fúslega að ég fékk tár í augun þegar flautað var til leiksloka, váá ... En það sem ég hló þegar Ólafur Stefánsson fór í viðtal við RÚV, algjör snilld.
Ég set link á viðtalið sem blaðamaður Vísis setti inn í morgun: HÉR er það. Það er nú ekki eins fyndið að lesa það, en sniðugt er það!!
Það hefur verið draumur minn síðan heimsmeistaramótið var árið 1995 að fara á eitthvað stórmót í handbolta og sjá landsliðið spila, það er spurning um að skella sér til Kína?! Jónas samstarfsmaður minn var nú fljótur að kasta þessum draumi mínum niður í svaðið þegar hann tilkynnti mér það að ég þarf einhvern 6 mánaða fyrirvara eða eitthvað shit til þess að fá að fara til Kína?! Hvað er það.. ?! En það er gott að láta sig dreyma :)
Ég er stoltur stuðningsmaður Íslenska landsliðsins, í blíðu OG stríðu.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli