sunnudagur, ágúst 31, 2008
OneRepublic/Timbaland - Apologize (piano acoustic) on iTunes
Þessir gaurar eru snillingar, það er bara þannig...
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Áfram Ísland
Ég vaknaði kl. 06:05 í morgun í þeim tilgangi að fylgjast með leik íslendinga og pólverja á píu-leikunum í Peking!! Ég viðurkenni það fúslega að ég fékk tár í augun þegar flautað var til leiksloka, váá ... En það sem ég hló þegar Ólafur Stefánsson fór í viðtal við RÚV, algjör snilld.
Ég set link á viðtalið sem blaðamaður Vísis setti inn í morgun: HÉR er það. Það er nú ekki eins fyndið að lesa það, en sniðugt er það!!
Það hefur verið draumur minn síðan heimsmeistaramótið var árið 1995 að fara á eitthvað stórmót í handbolta og sjá landsliðið spila, það er spurning um að skella sér til Kína?! Jónas samstarfsmaður minn var nú fljótur að kasta þessum draumi mínum niður í svaðið þegar hann tilkynnti mér það að ég þarf einhvern 6 mánaða fyrirvara eða eitthvað shit til þess að fá að fara til Kína?! Hvað er það.. ?! En það er gott að láta sig dreyma :)
Ég er stoltur stuðningsmaður Íslenska landsliðsins, í blíðu OG stríðu.
Ég set link á viðtalið sem blaðamaður Vísis setti inn í morgun: HÉR er það. Það er nú ekki eins fyndið að lesa það, en sniðugt er það!!
Það hefur verið draumur minn síðan heimsmeistaramótið var árið 1995 að fara á eitthvað stórmót í handbolta og sjá landsliðið spila, það er spurning um að skella sér til Kína?! Jónas samstarfsmaður minn var nú fljótur að kasta þessum draumi mínum niður í svaðið þegar hann tilkynnti mér það að ég þarf einhvern 6 mánaða fyrirvara eða eitthvað shit til þess að fá að fara til Kína?! Hvað er það.. ?! En það er gott að láta sig dreyma :)
Ég er stoltur stuðningsmaður Íslenska landsliðsins, í blíðu OG stríðu.
laugardagur, ágúst 09, 2008
Ástarvikan að hefjast...
og þetta er það sem mig langar að gera, stefni að;
- Fimmtudagur 14.ágúst; 21:00 DÍSA - Tónleikar í Hólskirkju (Miðaverð 1500)
- Föstudagur 15.ágúst; Grískt kvöld á VaXon - Ótrúlega rómantísk, seiðandi grísk stemning. Matreiðslumeistari; Ingibjörg Ingadóttir sem elskar gríska matarmenningu og listir. Sérstakur gestur kvöldsins er Edda Björgvinsdóttir sem veltir fyrir sér umfjöllunarefninu ást og húmor! Stiginn verður grískur dans, grísk tónlist í loftinu. Happdrætti í hverjum miða. (Miðaverð 3500 pr.mann - miðapantanir í síma 868-3040)
- Laugardagur 16.ágúst kl 12:00 - Pikknikk á teppi í Hundrað hjarta skógi.
- Laugardagur 16.ágúst kl 23:00 - Je minn það er bílabíó! Sýnd verður Stella í Orlofi á vegg íþróttahúsins. Popp og kók selta á staðnum (Miðaverð 500)
Hver er mem?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)