miðvikudagur, júlí 23, 2008

Sumarfrí

Ef enginn hefur áttað sig á því þá er ég í sumarfríi. Ég nenni ómögulega að skrifa inná bloggið, ég nenni ómögulega að skoða önnur blogg, ég rétt hef mig í það að kveikja á msn til þess að vera í sambandi við annað fólk á meðan ég geri eitthvað annað, ekki fyrir framan tölvuna. Það koma dagar þar sem ég kem ekki nálagt tölvunni, fæ grænar bólur á rassgatið þegar ég hugsa orðið "talva". Ég er með tölvuleiða á hæsta stigi!
Ég verð nóg við tölvuna í vetur í sambandi við skólann og vinnuna, ég verð minna í vinnunni en meira í skólanum, þess vegna mun ég alveg örugglega blogga eitthvað misskemmtilegt.

En eitt ... ég er að fara að Reykjum í Hrútafirði í ágúst, ég fór síðast þanngað árið 1997 sem nemandi en núna árið 2008 mun ég fara sem kennari. Segið síðan að tímarnir breytist ekkert!!!

5 ummæli:

Vera sagði...

Herbergi 16 ROCKS! ;)

Nafnlaus sagði...

Tímarnir breytast svo sannarlega, átt örugglega eftir að fá fullt af kjánahrollum og minningum meðan þú ert á Reykjum....en Guggs vil bara minna þig á skrá þig í mýró næst þegar þú nennir í tölvuna:) Er nebblega ódýrara að skrá sig og borga á netinu:) Áfram Gleðisveitin:)
-Karitas

Nafnlaus sagði...

ojjj.. hvað mig langar með...! :D

Nafnlaus sagði...

hehe.. þetta var semsagt ég Gunna Dóra! ;) Get ekki munað skrifa nafnið mitt þegar ég er að commenta hjá ykkur! :/

Nafnlaus sagði...

þið verðið að verja mýró titilinn:) en vá hvað það verður gaman að fara að Reykjum... sammála þessu með kjánahrollinn hahahha:) hafðu það gott í fríinu;) kv. Stebba