Jáh það var upplifelsi að fara í LaugarSpa og láta stjana við sig.
Ég og Vera fengum þann heiður að fara í svokallað Tyrknesktbað en Berta lét sig gossa í heitsteinanudd.
Ég og Vera vorum saman í herbergi fyrsta hálftímann. Þar komst ég að því að minn nuddari var erlend og ekki nóg með það (engir fordómar undirstika það!!) heldur var hún einnig heyrnalaus og jú svo til mállaus líka!! Það var svona megin ástæðan fyrir því að við vorum saman í herbergi. Við láum þarna gydjunar á sitthvorum bekknum í EINNOTA G-STRENG nærbuxunum sem okkur var úthlutað áður en nuddið hófst og biðum með örvæntingu eftir því að fá guðdómlegt nudd en raunin varð eiginlega önnur. Fyrsti hálftíminn byrjaði þannig að við vorum skolaðar með vatnsgusu og þá byrjaði unaðurinn AÐ ÉG HÉLT vegna þess að við fengum nokkrar stokur með ólíu, nice en nei þá var tilkynnt að núna ætti að skrúbba okkur með grófum bursta... burstinn var mjög svo grófur sem gerði það að verkum að fyrstu 30 mín. voru mjög þæginlega óþæginlegar (hugsið ykkur þéttar og miklar strokur með svona bursta sem þið þvoið ykkur stundum undir nöglunum með). Við láum fyrst á maganum og vorum skrúbbaðar þar síðan var skellt sér á bakið og þá fór að renna á mig tvær grímur. Bakið á mér var skrúbbað og ég þurfti nú nokkrum sinnum að draga djúpt inn andan svo ég myndi ekki öskra þarna var ég lögst á bakið og fór ósjálfrát að hugsa: "Ætli brjóstin á mér verði skrúbbuð svona rosalega, guð minn almáttugur! Þessar elskur munu aldrei bíða þess bætur" Leggirnir og framanverð lærin voru fyrst skrúbbuð síðan var borin ólía á efripart líkamans og byrjað að skrúbba ... nuddarinn skrúbbaði á milli brjóstanna og í kringum þau. Ég fór nú ósjálfrátt að hugsa aftur. Konur eru með mismunandi brjóst sumar konur eru með "tepoka" aðrar eru með stór og fín brjóst aðrar með lítil og fín eins og ég ;) allavega, ég fór að bera mig og Veru saman, sko brjóstlega séð. Þegar ég ligg eru brjóstin á mér bara svona eins og tveir fínir hólar en brjóstin á Veru eru fjöll (miðað við mín brjóst). Grófi burstinn komst auðveldlega á milli minna brjósta, hvernig var þetta hjá Veru, þurfti nuddarinn hennar að "troða" burstanum á milli hennar brjósta? Hvernig var þetta svo þegar eldri konur eða ungar what ever sem eru með svokallaða "tepoka" koma í nuddið er þá brjóstunum lyft upp til þess að skrúbba undan þeim? Ég veit það ekki. Allavega fannst mér þessar pælingar mínar mjög fyndnar og ég skemmti mér flott við að pæla í þessu og nokkrum sinnum var ég nánast búin að skella uppúr. Til þess að róast aðeins og hætta þessum kjánalátum fór ég að pæla í forsetakosningunum.
Meira frá dekurdeginum síðar .... Guðbjörg.
föstudagur, júní 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk fyrir síðast:)
Get ekki annað en séð þetta fyrir mér, þú og Vera liggjandi á bekk í nuddi og þú að hugsa um og bera saman á ykkur brjóstin! hahaha þú ert snillingur:)
-Karitas
SNILLD......
Hlakka til að heyra meira af þessum snilldar degi okkar :)
Hahaha, segi nú bara eins og Berta, hlakka mikið til að fá framhaldssöguna af þessum dekurdegi ykkar ef hún verður eitthvað í líkingu við byrjunina! Sjáumst vonandi þegar ég kem vestur í júlí - er komin með svoleiðis BULLANDI fráhvarfseinkenni!
Úbbs, þetta var ekki Jón Atli sem skrifaði kommentið að ofan heldur hans ektekvinne, Frú Ilmur af Örk. ;)
Skrifa ummæli