miðvikudagur, júní 25, 2008

Pack your bags, we are leaving today...

Jáh, það er víst rétt. Við erum að fara til Póllands eftir c.a klst - eða sko á flugvöllinn, flugið er reyndar ekki fyrr en 15:30... Met setti ég, held að ég hafi bara pakkað mjög litlu, svona miða við mig. Það er örugglega mikið í margra augum en í mínum er þetta mjög lítið. Ferðin er svoldið spennó. Fer með móður, föður og svo ömmum mínum. Höddi, Ewa og tvibbarnir eru nú þegar í Póllandi  - búin að vera þar í 3.vikur. Einar bróðir og Hekla standa vörð um Traðarland 8 - veitir ekki af.
Skrítin tilhugsun um að ég sé að fara í launað sumarfrí, mitt fyrsta á ævinni. Merkilegt!
Ég reikna ekki með því að blogga á meðan dvöl minni erlendis stendur - enda er ég í sumarfríi! 

og svona eitt áður en ég posta þessari færslu þá var ég að fjárfesta mér í nýrri tölvu um daginn. MacBookPro varð fyrir valinu og vá hún er bara falleg. Tími eiginlega ekki að nota hana. haha!
Síðan fékk ég þær fréttir í gær að ég komst í fjarnámið í hjúkrun frá HA. Þannig að maður er víst að fara að setjast á skólabekk. Það er skrítin tilhugsun en tilhlökkunin er mikil. Gaman að vera loksins komin með einhverja stefnu. 

Jæja best að fara að loka ferðatöskunni, sem ég þarf ekki að setjast á svo það verði möguleiki! :)
Au revoir!

föstudagur, júní 20, 2008

mánudagur, júní 16, 2008

Dagur í LaugumSpa nr.2

Eftir skrúbbið var haldið í annað herbergi sem jah lofaði nokkuð góðu ... róandi tónlist, góð lykt, engir grófir burstar sjáanlegir þannig ég var góð. Nuddkonan mín (þessi erlenda og heyrnalausa) gerði sig skiljanlega með handahreyfingum og hljóðum að ég ætti að fara úr sloppnum, leggjast á magann á bekkinn og hafa lakið yfir mér og bíða í smá stund að lokum þá spurði hún mig hvort ég væri stíf eða fyndi mikið til í öxlunum, ég svaraði því á sama máta og hún spurði, með handahreyfingum og andlitsgrettum eftir þetta djúpa samtal okkar fór hún fram og ég fór í einu og öllu eftir því sem hún sagði mér að gera. Eftir smá stund kom nuddarinn og þá byrjaði ballið. Það var byrjað að nudda fæturna, tásurnar og iljarnar (hlæ,hlæ) síðan var nuddað upp allan líkaman, þegar rassinn var nuddaður þá sagði ég í huganum "já, góðan daginn!" ég öskraði í huganum "já sæll!!" þegar nuddkonan fór að nudda á mér axlirnar með olbogunum, hnefunum og ég veit ekki hvað og hvað ... gerði ég mig ekki nógu skiljanlega þegar hún spurði mig þarna áðan? Síðan var skipt yfir það er að segja skellt sér á baki og haldið áfram að nudda. Kerlingargreyið vissi ekki hvað hún var að fara útí þegar hún staldraði við á hnénu og fór að nudda í kringum hnéskelina (Hvað er það?) . Það nuddar engin á mér hnén enda áttaði stelpugreyið sig fljót vegna þess að ég missti smá hátur uppúr mér. Þegar hún færði sig upp og fór að nudda hendurnar þá fór hugurinn aftur af stað ... brjóstin!? Ætli þau verði nudduð? Nei anskotinn. Jæja ... hún lyfti upp lakinu þannig að hendurnar voru undan og jú annað brjóstið, eða allavega góður hluti af þessum "hól" mínum. ég fékk kjánahroll DAUÐANS ... hún ætlar þá að nudda það, okei þá. Jæja, það var byrjað að nudda fingurgómana og síðan upp, þegar kerlan var komin langleiðina uppá axlir kom annar kjánahrollur, "láttu brjóstið í friði, látu brjóstið í friði" og jú ... hún lét það alveg í friði. Hvað er þetta með brjóstin hjá mér?! ;)
Þegar nuddið var búið og ég svo til sofnuð spurði eða hreyfði nuddkonan sig þannig að hún var að spyrja hvort ég vildi vatn að drekka, "kink kink kolli" sagði ég að hreyfði ég.
Þegar ég kom fram vorum við þrjár, ég, Vera og Berta eins og við værum ný fengnar eftir svaðalega gott kynlíf. Nota bene ég veit ekkert hvernig stelpurnar líta út eftir gott kynlíf ... ég bar þær bara saman við mig ;)

Dýrindis matur beið okkar, gott kjúklingasalat og hvítvín ... nice. Við gátum ekkert gert af okkur við matinn. Gott.

Baðstofan var og er himnaríki, fjöldinn allur af gufum, sturtum og pottum. Berta var huguð og dýfði litlutánni í ker með ískölduvatni í, hetja Berta ;) En þegar við vorum búnar að þræða gufurnar fram og til baka var tekin sú ákvörðun að fara inní hvíldarherbergið þar sem nota bene má ekki tala!! Ég og Vera fórum inn fyrst, fyrir voru þrír þar inni, 2/3 sofandi (s.s 2 sofandi og einn vakandi). Ég lagðist og reyndi að láta fara vel um mig. Loksins kom Berta og lét einnig fara vel um sig. Ég var ekki að ná að slaka á þarna inni (surprice, surprice!!) þannig ég lá á bekknum eða stólnum og gjóaði augunum og gretti mig um leið og Vera leit á mig, það endaði þannig að Vera "dissaði" mig og snéri rassinum í mig, takk Vera! Jæja ... ég ákvað þá að reyna að slaka aðeins betur á. Það var koddi undir höfðinu sem var á öllum stólunum og ákvað ég að laga hann aðeins til, prófa að hafa hann fyrir ofan höfuðið, athgua hvort það væri betra en hvað haldið þið?! Koddinn flaug framaf stólnum og á gólfið með látum sem gerði það að verkum að ég vakti allt liðið inní þessu rólega og kósí herbergi, gott Guðbjörg, gott!!! Ég sprakk úr hlátri, ég sko sprakk inní mér ég meina ég var inní þessu rólega og kósí herbergi þar sem mátti ekki tala þannig ég sprakk inní mér og gat varla andað. Mér var litið á Veru sem lá með rassinn í mig á hliðinni og hrisstist öll til þannig ég hló enn meira. Ég var aðeins farin að róast þegar Berta stóð upp og gekk út, ég nýtti mér tækifærið og spretti út á eftir henni, guði sér lof fyrir það!!
Við Berta erum hetjur eins og þið vitið og skelltum okkur í kerið með ískalda vatninu. Berta kom með einhverjar hetjusögur af karlmanni sem hafði komist niður í vatnið að pungnum þannig mitt takmark var að koma p??unni undir yfirborðið ... ég gat það og gott betur en það, margumtöluðu brjóstin fengu líka sinn skammt af kulda!! Berta fór sömuleið og varð aðeins meiri hetja en ég þegar hún fór undir fötuna og skvetti á sjálfa sig köldu vatni.

Eftir þessar hetjudáðir, hlátur og kjánaskap var farið í sturtu. Við gerðum okkur fínar og sætar og héldum á Ítalíu þar sem við borðuðum með elskunum þeim Hirti, Karitas og Hemma.

James Blunt var góður ... kerlingar sem augljóslega dýrkuðu hann gerðu tónleikana enn betri, fín "frú" fyrir framan mig gerði þá aðeins verri en hópurinn sem ég var með gerði tónleikana alveg 100%.

Og eitt að lokum ... mér leið eins og kettlingi nálagt Veru og Bertu á Café Paris eftir tónleikana þegar þær stöllurnar drukku mohito eins og vatn!! Þegar mér líður eins og kettlingi þegar við kemur drykkju, þá er eitthvað að! Say no more

föstudagur, júní 13, 2008

Dagur í LaugumSpa

Jáh það var upplifelsi að fara í LaugarSpa og láta stjana við sig.
Ég og Vera fengum þann heiður að fara í svokallað Tyrknesktbað en Berta lét sig gossa í heitsteinanudd.
Ég og Vera vorum saman í herbergi fyrsta hálftímann. Þar komst ég að því að minn nuddari var erlend og ekki nóg með það (engir fordómar undirstika það!!) heldur var hún einnig heyrnalaus og jú svo til mállaus líka!! Það var svona megin ástæðan fyrir því að við vorum saman í herbergi. Við láum þarna gydjunar á sitthvorum bekknum í EINNOTA G-STRENG nærbuxunum sem okkur var úthlutað áður en nuddið hófst og biðum með örvæntingu eftir því að fá guðdómlegt nudd en raunin varð eiginlega önnur. Fyrsti hálftíminn byrjaði þannig að við vorum skolaðar með vatnsgusu og þá byrjaði unaðurinn AÐ ÉG HÉLT vegna þess að við fengum nokkrar stokur með ólíu, nice en nei þá var tilkynnt að núna ætti að skrúbba okkur með grófum bursta... burstinn var mjög svo grófur sem gerði það að verkum að fyrstu 30 mín. voru mjög þæginlega óþæginlegar (hugsið ykkur þéttar og miklar strokur með svona bursta sem þið þvoið ykkur stundum undir nöglunum með). Við láum fyrst á maganum og vorum skrúbbaðar þar síðan var skellt sér á bakið og þá fór að renna á mig tvær grímur. Bakið á mér var skrúbbað og ég þurfti nú nokkrum sinnum að draga djúpt inn andan svo ég myndi ekki öskra þarna var ég lögst á bakið og fór ósjálfrát að hugsa: "Ætli brjóstin á mér verði skrúbbuð svona rosalega, guð minn almáttugur! Þessar elskur munu aldrei bíða þess bætur" Leggirnir og framanverð lærin voru fyrst skrúbbuð síðan var borin ólía á efripart líkamans og byrjað að skrúbba ... nuddarinn skrúbbaði á milli brjóstanna og í kringum þau. Ég fór nú ósjálfrátt að hugsa aftur. Konur eru með mismunandi brjóst sumar konur eru með "tepoka" aðrar eru með stór og fín brjóst aðrar með lítil og fín eins og ég ;) allavega, ég fór að bera mig og Veru saman, sko brjóstlega séð. Þegar ég ligg eru brjóstin á mér bara svona eins og tveir fínir hólar en brjóstin á Veru eru fjöll (miðað við mín brjóst). Grófi burstinn komst auðveldlega á milli minna brjósta, hvernig var þetta hjá Veru, þurfti nuddarinn hennar að "troða" burstanum á milli hennar brjósta? Hvernig var þetta svo þegar eldri konur eða ungar what ever sem eru með svokallaða "tepoka" koma í nuddið er þá brjóstunum lyft upp til þess að skrúbba undan þeim? Ég veit það ekki. Allavega fannst mér þessar pælingar mínar mjög fyndnar og ég skemmti mér flott við að pæla í þessu og nokkrum sinnum var ég nánast búin að skella uppúr. Til þess að róast aðeins og hætta þessum kjánalátum fór ég að pæla í forsetakosningunum.

Meira frá dekurdeginum síðar .... Guðbjörg.

fimmtudagur, júní 12, 2008

Dagurinn í dag í máli og myndum

Dagurinn mun byrja fyrir alvöru kl. 13:00 þar sem við gydjunar ásamt henni Bertu Hrönn skellum okkur í LaugarSpa og látum dekra við okkur í nokkra klukkutíma. Nice or what?!

Eftir dekrið og stússið við að hafa sig til og gera sig sætari þá skellum við okkur auk Karitasar og Hemma á veitingarhúsið Ítalíu á Laugarveginum. Nice or what?!
Þegar allir hafa fengið nóg að Ítölskum mat og eru saddir og sælir þá verður haldið í nýju Laugardalshöllina þar sem Helga Guðrún og Stebba (vei) munu slást í hópinn. Í Laugadalshöllinni mun James nokkur Blunt sjá til þess að við verðum dáleiddar í einhvern tíma. NICE OR WHAT?!
Nú til þess að kóróna kvöldið jah eða bara daginn verður ef til vill fengið sér nokkra góða cocktaila og ekkert kjaftæði. Nice or what?!
Með allt það sem ég hef talið upp hér að ofan þá get ég alveg haldið því fram að þessi dagur verður NICE og ekkert annað, jú kannski alveg ógleymanlega skemmtilegur og bara algerlega ólýsanlegur.
Kveðja, Guðbjörg.


mánudagur, júní 02, 2008

MEN!!

Believe it or not.
Woman has Man in it;
Mrs. has Mr . in it;
Female has Male in it;
She has He in it;
Madam has Adam in it;

No wonder men always want to be inside women!

Men were born between the legs of a woman, yet men spend all their life and time trying to go back between the legs of a woman....

Why?

BECAUSE THERE IS NO PLACE LIKE HOME

Okay, Okay, it all makes sense now...
I never looked at it this way before:
MEN tal illness
MENstrual cramps
MEN tal breakdown
MENopause
GUY necologist
AND ..
When we have REAL trouble, it's a HIS terectomy.

Ever notice how all of women's problems start with MEN?