Ef veðurhorfur hefðu verið betri og færðin uppá hálendinu enn betri þá hefði ég verið núna mjög líklega uppí Kverkfjöllum, nice segi ég nú bara. En það klikkaði, augljóslega þegar sem ég er í tölvunni!!
Þetta átti að vera rosaleg ferð sem við ætluðum í, fara uppí Kverkfjöll, á Kárahnjúka, keyra þvert yfir Vatnajökul og ég veit ekki hvað og hvað... það er svekkelsi að geta ekki farið í svona ferð, en það verður vonandi farið seinna, ég bíð allavega spennt.
En það er ekki allur jeppamóður farinn úr okkur hérna á Vestfjörðunum við ætlum bara í staðin að nýta Vestfirðina og kíkja uppá þær heiðar sem þeir hafa uppá að bjóða sem og jökulinn og athuga hvort það sé ekki eitthvað hægt að leika sér. Það er mun skárra að fá að gista á hóteli með uppábúnu rúmi og morgunmat í stað þess að fara í einhverja kofa uppá öræfum þó svo að það sé BARA stemmning.
Ég fer annaðkvöld ... þannig ég missi af þeim skemmtunum sem uppá er að bjóða þessa helgina. Ekki það að ég stundi það líferni grimmt þessa dagana, nei vikurnar ... nei nei .. MÁNUÐINA! En jæja.
hér fáið þið smá mynd af því sem ég er að fara að takast á við með eintómum karmönnum, eða allavega það svæði. Bleikasvæðið er það svæði sem við munum leika okkur á á laugardaginn og bláa svæðið er það svæði (gróflega merkt) sem ég hefði getað verið á ef veðrið og færðin hefðu hagað sér almennilega.
Njótið.
Annars nenni ég ekki þessu bloggerí ...
fimmtudagur, mars 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Èg var eiginlega farin ad hafa áhyggjur af ykkur gydjunum, ekkert gerst hér í háa herrans tíd... en já hljómar ekki leidinlega tetta plann ykkar... góda skemmtun!
kvedja ur köln
Eva Ólöf
Skrifa ummæli