fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Pirrelsi

Ég get svo svarið það!
Það er ekki oft sem ég lýsi því yfir að ég sé pirruð, en guð hjálpi mér ... núna lýsi ég því hér með yfir ... ég er pirruð! Pirrelsið samanstandur af stærðfræði og ensku. Ég er ekki sú sterkasta í enskunni þó svo að ég sé alltaf að taka miklum framförum (já já ... komið bara með "ítölsku" brandarann á mig!!;)). Allavega þá er ég að gera skilaverkefni í stærðfræðiáfanganum í KHÍ og nota bene þá er kennslubókinn (doðrantur uppá 981 blaðsíðu) á ensku! Þannig ég er að svitna við það, brjóta heilann og pirrast yfir sjálfri mér að vera ekki klárari en ég er að skilja alla þessa ensku sem kemur mér í skilning um þau stærfræði dæmi og hugtök sem ég á að skilgreina. Eruð þið að skilja mig? Þannig ef svo skemmtilega vildi til að ég myndi hitta ykkur, vini mína, útá götu ... ekki þá spurja hvernig mér gengur í skólanum ... vegna þess að þá sjáið þið mig pirraða jafnvel reiða (þá aðallega úti sjálfa mig). Hver vill það?

Hey, annars er lífið bara gott sko.
Lífið gæti alltaf verið verra!!

8 ummæli:

Helga Björg sagði...

Halló systir kær :)

Ég ætla að sækja um í fjarnmámi í KHÍ... en ég fékk nett sjokk núna þegar ég las STÆRÐFRÆÐIBÓKIN AKA DOÐRANTURINN!! Ég tel mig nú ágæta í enskunni þar sem ég nota hana orðið á hverjum degi... hugtök í stærðfræði á ensku! Nei... ekki að gera sig og stærðfræðin í heild sinni!! Fjandinn NEI!
Ég hef aldrei skilið neitt í stærðfræði, skil ekkert núna og mun held ég ekki gera! Jesús.. ég er að verða stressuð :) hehe...

En nóg um það
Gangi þér vel elsku systir!
Hef fulla trú á að þú rúllir þessari stærðfræði/ensku upp á endanum... :)

Nafnlaus sagði...

þegar ég lendi í svona þá hugsa ég bara um vitleysingana sem hafa komist í gegnum skólann á undan mér og þá sem eru á þriðja ári og svona... þá bara ákveð ég að helda áfram:)
knúz;)
Stebba

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðbjörg.
Ef það huggar e-ð þá er ég líka í sama pakkanum nema að ég er í öllu á ensku. þetta var rosalegt puð til að byrja með en svo venst þetta ótrúlega ! Áður en þú veist af verður þú orðin betri í stærðfræði á ensku heldur en á íslensku ;)
Gangi þér annars vel :)

Kv
Ingibjörg Þórdís

Nafnlaus sagði...

Ég skil þig alveg mín kæra.....mitt dóterí er einmitt 98% á ensku, þykkar og "æðislegar" bækur, er með 2 núna sem eru samtals 15 þúsund krónna virði-gaman að því! En væri til í að skipta við þig á ensku stærðfræðibókinni og 4 NORSKU greinunum sem ég þarf að lesa fyrir prófið mitt í sérkennslu....! Annars þýðir ekkert að vera að eyða orku í pirring mín kæra!!!
-Karitas

Nafnlaus sagði...

Pirr smill ;)

Helga systir mín, stærðfræði, iss ;) Látum það ekkert stoppa okkur :)

Takk fyrir pepp uppið stelpur!

Nafnlaus sagði...

Stelpuskott, þú veist nú að þú mátt alltaf henda einhverjum köflum í mig ef þú vilt láta glósa það upp á íslensku fyrir þig - ég get alltaf tekið mér pásu frá því að teikna typpi í vinnunni. Ekki getum við haft þig geðstygga svona þegar sólin er að koma til baka til okkar.

Mæsa

Nafnlaus sagði...

HAHAHA mæsan er konmin með þetta:)
kv. Stebba

Nafnlaus sagði...

Mæsan klikkar aldrei :) hehe .... !!!