föstudagur, febrúar 08, 2008

Pepsírækjur...

Kúriveður er það sem ég vil kalla þetta veður sem er búið að vera í dag. Í svona veðri á maður ekki að þurfa að gera neitt nema kúra undir sæng, helst með góða bók. En það er önnur saga. Er staðsett á Sjúkraskýlinu mínu að vaka yfir öldruðum sem sofa. Gott mál. Og það snjóar og snjóar úti. Sem fær mig til að hugsa hvort ég þurfi að labba heim í fyrramálið. Var ekki alveg 100% með það í huga þegar ég klæddist til vinnu áðan. Jú að sjálfsögðu klæði ég mig ávalt eftir veðri og þar af leiðandi er ég í hlýrri úlpu, snjóbuxum, með húfu og vetlinga eeen svo kemur gallinn; Ég er í Puma skónum mínum. Það skiptir engu máli hvernig veðrið er þá asnast ég alltaf í skóna (enda frábærir skór þar á ferð) sem eru ekki beint hæfir þessu veðri eða ætti ég að segja færð?!...
Svo ég bíð spennt til morguns...

Afsakanir. Ég er snillingur í þeim. Ætlaði í íþróttahúsið í hádeginu. En hætti við. Vegna veðurs. Nennti ekki að labba sjáið til. Haha. Talandi um kaldhæðni.

Mikið hlakkar mig til mánaðarmóta. Nei ekki af því að ég fæ útborgað þá. Heldur vegna þess að þá fer ég suður. Hlakka svo til. Versla - Mmmm can't wait! Spennt að fara í leikhús með stelpunum. Það verður örugglega mjög skemmtilegt. Skemmti mér allavega mjög vel síðast þegar ég fór með Guðbjörgu á svona tja uppistand tel ég að það sé kallað. Síðan er stefnan að mála bæinn rauðann, hversu rauðann fer eftir ýmsu... ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

E-L-D rauðann!!!!
innskot frá Guðbjörgu :)

Nafnlaus sagði...

Hirru það vantaði í færsluna þína...!! OHhh hvað ég hlakka gekt til að hitta Karitas!:)