Ef veður leyfir á morgun þá mun ég fara fljúgandi suður rétt eftir hádegi. Ég lendi í höfðuborginni rétt fyrir kl. 15, hef þá tvo tíma til þess að hafa mig til. Ég fer út að borða með megninu af mínu skemmtilega og frábæra samstarfsfólki í Grunnskólanum og síðan halda vestfirsku víkingarnir í Íslensku óperuna að horfa og hlusta á operuna La Triviata eftir Verdi. Ekki skemmir það fyrir neinum að bolvíkingurinn Sigrún Pálmadóttir fer með eitt aðalhlutverk verksins.
Já, einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að hlusta eða horfa á óperu!! Hvað gerir maður ekki til þess að vera menningalegur?!
Aldrei að segja aldrei.
Þar sem ég er nú að tala um það að vera menningaleg ... þá eru einungis tvær vikur í Jesus Christ Superstar, eigum við að ræða það eitthvað eða?!
1 ummæli:
Ert svo menningarleg ;)
Skrifa ummæli