Gleðilegt nýtt ár krúttin mín. Ég er rétt búin að jafna mig eftir skemmtilega og hláturmikla nótt, við fengum góða gesti hingað á Ljósalandið á gamlárskvöld og það var hlegið, spjallað, hlegið, drukkið, hlegið og þar frameftir götunum fram á morgun! Alveg ekta.
Það eru allir búnir að vera að tala um skaupið í dag, mér fannst það fínt en mér fannst auglýsingin frá Kaupþing sem var á undan skaupinu fyndnari! Þið þekkið mig ... það þarf ekki mikið til þess að fá mig til þess að hlæja og þessi auglýsing var alveg nóg :) .... hér er linkur á hana: Auglýsingin
Það var ekkert fleira í bili .. heyrumst.
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gleðilegt nýtt ár elsku systir :)
Sé að þú hefur haft það mega sega gott sem er frábært!!!!
Knús í kaf
Skrifa ummæli