Ég get ekki haldið þessu inní mér lengur!!!
mánudagur, október 29, 2007
sunnudagur, október 28, 2007
fimmtudagur, október 25, 2007
Matarboð
Þeir sem eru svo heppnir að vera boðnir í mat til mín verða sko ekki fyrir vonbrigðum!! Það er bara þannig.
Myndin hér að ofan sýnir aðalrétt gærdagsins. Pesto kjúklingur þakkinn spínat og fetaosti ásamt frönskum kartöflum. Það vantar samt inná myndina glæsilega, girnilega og gómsæta salatið!! Í eftirrétt var mjúkís a la körís með viðbættri marssósu (algjör eðall!!) auk eplaköku með rjóma plús jarðaber.
Segið svo að ungt fólk nenni ekki að elda bitch ;)
mánudagur, október 22, 2007
C'est la vie!
Veit ekki hversu oft ég hef byrjað á því að koma með færslu. Ég veit einfaldlega ekki hvar ég á að byrja! Það er virkilega skrítið að vera komin heim. Bjóst aldrei við því að ég myndi sakna Nice svona mikið. Að sjálfsögðu eru það krakkarnir sem ég sakna að mestu. Hreint út sagt æðislegir! Eignaðist virkilega skemmtilega vini sem ég vona að sambandið muni haldast. Þegar það kom að brottfaradegi var ég sko ekki tilbúin til að fara. Trúði því eiginlega ekki að það væru liðnar 6 vikur - svo það er satt sem er sagt; tíminn er fljótur að líða þegar gaman er...
Hefði viljað vera þarna miklu miklu lengur :)
En það var samt yndislegt að hitta alla. Fjölskylduna mína. Sjá litlu frænkur mínar sem eru svo litlar og brotthættar (að mínu mati). Að mæta í vinnuna og hitta alla. Yndislegt alveg!
Jáh maður er ósköp ríkur svo mikið er víst...
Núna tekur hversdagsleikinn við með öllu sínu tilheyrandi - vinnu og skemmtileg heitum.
Síðan er hugur minn alveg á fullu að pæla í því hvað skal gera næst. Hvert næsta skref verður.... Og trúið mér það eru margar og miklar pælingar í gangi þarna uppi.....ójá!
Hefði viljað vera þarna miklu miklu lengur :)
En það var samt yndislegt að hitta alla. Fjölskylduna mína. Sjá litlu frænkur mínar sem eru svo litlar og brotthættar (að mínu mati). Að mæta í vinnuna og hitta alla. Yndislegt alveg!
Jáh maður er ósköp ríkur svo mikið er víst...
Núna tekur hversdagsleikinn við með öllu sínu tilheyrandi - vinnu og skemmtileg heitum.
Síðan er hugur minn alveg á fullu að pæla í því hvað skal gera næst. Hvert næsta skref verður.... Og trúið mér það eru margar og miklar pælingar í gangi þarna uppi.....ójá!
föstudagur, október 19, 2007
Bækur.
Ég er búin að skila öllum þeim verkefnum sem ég þarf að skila núna næstu daga. Einnig er ég búin að hlusta á þá fyrirlestra sem ég þarf að hlusta á fyrir helgi. Þess vegna er ég búin að henda bókunum ofaní skúffu og ætla að geyma bækurnar þar þanngað til á mánudaginn!
Ég er farin í helgarfrí og er að fara að leika mér með hluta af kennaraliðinu í kvöld! Engin smá skemmtun það. Svo ætla ég bara að njóta helgarinnar en umfram allt ætla ég ekki að líta á lærdóminn!!
Ég er farin í helgarfrí og er að fara að leika mér með hluta af kennaraliðinu í kvöld! Engin smá skemmtun það. Svo ætla ég bara að njóta helgarinnar en umfram allt ætla ég ekki að líta á lærdóminn!!
föstudagur, október 12, 2007
Tekið á því.
miðvikudagur, október 10, 2007
Bubbi
þriðjudagur, október 09, 2007
Foreldrafélagsfundur
Ég var á mínum fyrsta foreldrafélagsfundi foreldra barna á Leikskólanum Glaðheimar. Mér fannst þetta fínn fundur og er m.a. komin í stjórn félagsins sem gjaldkeri! Takk fyrir takk.
Það sem mér fannst samt sem áður magnaðast við fundinn var að ég sat hann með konunni sem passaði mig þegar ég var lítil (góðir tímar!!). Skrítin tilhugsun en samt svo mögnuð í bland við það að vera fyndin.
Það sem mér fannst samt sem áður magnaðast við fundinn var að ég sat hann með konunni sem passaði mig þegar ég var lítil (góðir tímar!!). Skrítin tilhugsun en samt svo mögnuð í bland við það að vera fyndin.
Litla sæta ég ;)
mánudagur, október 08, 2007
Jóhanna og Kristín Harðardætur :-D
Það er búið að nefna snúllurnar mínar ;* Stelpa A var nefnd Jóhanna í höfuðið á mömmu og Stelpa B var nefnd Kristín í höfuðið á tengdamömmu Hödda bróður :-D
Og þær eru meira að segja komnar með síðu, hérna. ;)
Núna styttist í það að ég komi heim! Aðeins 6.dagar....WEIRD
Og þær eru meira að segja komnar með síðu, hérna. ;)
Núna styttist í það að ég komi heim! Aðeins 6.dagar....WEIRD
laugardagur, október 06, 2007
mánudagur, október 01, 2007
29.09.07
Merkisdagur sá! Afhverju? Jú einfaldlega vegna þess að þá varð ég FÖÐURSYSTIR!! Trúi þessu varla enn. Stóri bróðir minn er orðinn pabbi! :-D Mamma mín og Pabbi orðin amma & afi. Langþráður draumur mömmu loksins orðinn að veruleika! ;)
Tvíburi A var 7 og 1/2 mörk. En hún þarf að vera í súrefni þessi elska. Þarf pínu aðstoð. En það er víst alveg eðlilegt... Mér finnst hún vera með bollulegra andlit en litla systir sín. Algjör dúlla :-D
Tvíburi B - hún var aðeins 5 og 1/2 mörk en mér skilst að hún sé virkilega fjörug. Alltaf að snúa sér í kassanum. Margur er knár þótt hann sé smár stendur einhversstaðar ;)
Tvíburi B - hún var aðeins 5 og 1/2 mörk en mér skilst að hún sé virkilega fjörug. Alltaf að snúa sér í kassanum. Margur er knár þótt hann sé smár stendur einhversstaðar ;)
Aji duddan hylur alveg allt andlitið. Svo mikið krútt :)
Jerimías hvað þær eru litlar. Þær eru ekki neitt neitt. Enda komu þær fyrir tímann þessar elskur. Voru bara 32.vikur í mallnum á mömmu sinni. Þannig núna er eina tilhlökkunarefnið komið fyrir því að koma heima. Jáh mig langar ekkert að fara héðan. Núna á ég bara eftir 2.vikur, sjæse það verður alltof fljótt að líða :o/ En þegar ég kem heim fæ ég að sjá dúllurnur og ég get varla beðið :-D
Annars er lífið yndislegt hérna. Svo mikið sem ég þarf að gera á þessum tveim vikum. Ég mun pott þétt ekki blogga aftur fyrr en ég kem heim. Minni bara fólk að kíkja á myndasíðuna. Komnar nokkrar myndir inn þar. Linkurinn er í færslu hérna fyrir neðan :)
Já áður en ég hætti. Þá urðu Gyðjunar 4.ára 30.sept og það var ekki gerð afmælisfærsla. Skandall! ;)
Annars er lífið yndislegt hérna. Svo mikið sem ég þarf að gera á þessum tveim vikum. Ég mun pott þétt ekki blogga aftur fyrr en ég kem heim. Minni bara fólk að kíkja á myndasíðuna. Komnar nokkrar myndir inn þar. Linkurinn er í færslu hérna fyrir neðan :)
Já áður en ég hætti. Þá urðu Gyðjunar 4.ára 30.sept og það var ekki gerð afmælisfærsla. Skandall! ;)
Kær kveðja úr sólinni í Nice :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)