

Helga Guðrún "systir" er að koma heima ásamt pabba mínum og co. á morgun. Það eru komnir næstum meira en 13 mánuðir síðan við sáumst síðast! Mikið ofboðslega verður knúsast mikið og talað þegar við hittumst á morgun! Myndin hér til hliðar er tekin í enduðum apríl. Þær frænkur, Margrét og Helga, sáust síðast í byrjun júní.
Dóttirin er einnig búin að fara í nefkirtlaaðgerð. Það er mjög gleðilegt þó svo að það hafi tekið all verulega á hjörtu og tilfinningar foreldra hennar þegar á því stóð. Það var eins gott að Gunnar minn var þarna með mér!

Það fer að líða að því (allavega ef tíminn heldur áfram að líða svona hratt) að við, ég og Gunnar, fáum húsið okkar afhent! Je minn einasti, Húsið MITT!! ó minn Jesús. Við fáum húsið afhent í síðasta lagi þann 15.ágúst. Við erum rétt að fá að kíkja inní það á morgun til þess að mæla hvað við þurfum að kaupa mikið parket, stórar hurðir og gardínur. Það er allt í gangi. Er maður virkilega orðin svona fullorðin?!

Ástin, ó ástin hjálpar manni líka að vera ánægður og glaður með lífið. Ástin er holl og góð :)
Allavegana ... þá er ég farin í sumarfrí. Ég elska ykkur öll og á eflaust eftir að sakna ykkar.
2 ummæli:
jii krútta!! það er svo mikið um að vera hjá þér telpa! gamangaman! :-D
Þú ert vafalaust komin nokkrum mörgum skrefum á undan mér í að fullorðnast, svo mikið er víst. En mér liggur lífið ekkert á. Rólyndis manneskja að eðlisfari sjáðu til annað en sumir ;)
Annars á ég eftir að sakna þín mikið mikið. En það verður pott þétt þrusu stuð hjá þér. Efa það ekki :)
Knúserí og Kossar!!!
- næturvörðurinn ;)
Þetta er frábært :)
Góða ferð og góða skemmtun :*
Kveðjur,
Kristín Ólafs
Skrifa ummæli