fimmtudagur, júlí 26, 2007

Just a minute close your eyes.....

Tími á að skella inn einni færslu. Og nei ég er ekki á næturvakt. Er bara vakandi. Veit ekki afhverju. ? kannski bara ekki þreytt?

Ení hú...

Laugardagurinn sl. var æðipæði! Afmælið hans Jóa var bara virkilega skemmtilegt og verður það að viðurkennast að ég datt aðeins úr stuði þarna milli partinn. En komst fljótt í gírinn aftur. Valdi fór á kostum. Helga koma mér á óvart! :-o Jói var náttúrulega hress, eins og allir :) Og ef þú varst ekki þarna to bad for you! Myndirnar eru lööööngu komnar inn á Aðalmyndasíðuna.

Bakaði í dag. Ójá! Mér er margt til listar lagt!

Er að fara á ættarmót á morgun, það byrjar reyndar á föstudaginn. En þar sem við erum öll í fríi ætlum við að nota daginn á morgun til að keyra. Stuuuð. Heklizen kemur með. Vona að hún æli ekki. Bíst við því að það verður margt um manninn á þessu ættarmóti. Þetta er stóóór ætt. JebbJebb!

Sirka 37.dagar í Frakkland! Get ekki beðið, en er samt geggjað kvíðin. Skemmtilega skrítin blanda.

Guðbjörg bara orðin formlegur húseigandi. Fékk lyklana í gær eða nei reyndar fyrradag. Sjæse hvað krakkinn er orðinn fullorðinn;) Til lukku sæta ;* Gunnzi & Margrét líka ;* :-D

Og hér með líkur minni tilgangslausri færslu.....
.................... eigið góða helgi!

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Sumarfrí

Ég er löngu komin heim eftir gott sumarfrí, reyndar var fríið æðislegt, eiginlega bara ólýsanlegt! Brúðkaupið lukkaðist alveg uppá 10. Það var gaman að hitta allt fólkið sitt og hafa það gaman með því. Það er ekki langt í það að ég fari aftur í burtu í frí. Það er heldur ekki langt þar til ég og Gunnar fáum húsið okkar, loksins afhent. Ég er eiginlega ekkert að nenna að blogga þegar maður er nú í fríi! Maður er ekki eins mikið í tövunni og áður og gefur sér kannski ekki eins mikinn tíma og áður. en allavega, ég ætla að monta mig og svala forvitni ykkar í sambandi við fríið mitt með nokkrum myndum :)Brúðhjónin og Ellý systir(við systur vorum svaramenn).Brúðhjónin ásamt dætrum og tengdasonum.Þetta er svo krúttlegt par ;)
Þetta er svo krúttleg stúlka með svo krúttlega grettu!! :)Gott að kúra og hafa það gott!
Það er stúlkan sem starir á hafið :)Túrista mynd tekin við bruninn Fák
Góður hópur sem átti frábærar samverustundir í Búðardal.
Gunnar með drykkjufélaga sínum sem bara þegir ... og drekkur!

Buslað í ánni í Skálavík. Maður lét sig svo gossa alveg ofaní þegar fílingurinn var kominn :)

Sumarfríið mitt hefur ekki klikkað ennþá og ég efast um að það muni yfr höfuð eitthvað klikka!! :) Elsku fólk... hafið það gott!




laugardagur, júlí 14, 2007

rogue traders - we're coming home

Jáhá hún Natalie Bassingthwaighte a.k.a Izzy, Isabelle Hoyland í nágrönnum er margt til listar lagt. Hér er hún söngkona í hljómsveitinni Rogue Traders. Sem útskýrir afhverju Izzy hafi orðið preggy e. DR.Karl - gellan er að fara túra með Girls Aloud ;)

MSN

Svei mér þá ef ég þarf ekki að fara eignast kunningja hinum megin á hnettinum. Fólk er bara ekki á msn á næturnar, það þykir mér mjööööög undarlegt. Ekki eins og það sé föstudagskvöld og fólk á mínum aldri sé vant að skella sér út á lífið eða einfaldlega sofa á þessum tíma! :-o ;)

En ég dey ei ráðalaus. Finn ávalt eitthvað sem skemmti mér. Bara fyrir nokkrum mín var ég að horfa á einstakling sem var vafalaust undir áhrifum áfengis (eða jafnvægisskynið hjá greyið manninum sé svona hrottalega breinglað) þar sem hann vaggaði hérna um götuna og var nærrum því dottinn. Þetta litla atvik vakti upp kátínu hjá litlu mér.

Það eru vangaveltur á þessum bæ hvort hún Harpa mín eigi ekki skilið smá upplyftingu. Fái nýtt lyklaborð þar sem Hekla þurfti endilega að brjóta takann 5 ... Síðan er hún orðin svoldið þétt og hægvirk þessi elska. Þannig það er spurning um að skella henni í trimform og fá hana í betra form fyrir Frakklandsför.... MIKLAR pælingar í gangi á þessu heimili svei mér þá...

Ef fólk hefur ekki orðið vart við það þá hef ég sett myndirnar síðan á síðustu helgi á netið; Aðalmyndasíðan. Bara láta ykkir vita ;)

Hef þetta ekki lengra í kvöld, er farin að leita mér að vinum down under....
Over and out!

ROGER ;)

þriðjudagur, júlí 10, 2007

MAC eða PC?

Hvort ert þú? ;) haha

mánudagur, júlí 09, 2007

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Ertu ekki að kidda mig....

Hvað er málið með öll þessu hryðjuverk, sprengjutilræði! Þetta er ekkert til að auka ferðagleði hjá saklausri ungri stúlku í september. Öss sveiatann!

Ég er að fara að sofa eftir c.a 45.mín! Oh, sé rúmið í hyllingu. Það sem gerir þetta enn þá betra er að vita til þess að það er fullt fullt af fólki að skríða fram úr rúminu þegar ég er að skríða upp í það....mmmm yndislegt!

Hef ekkert meira að segja, vildi bara deila þessu með ykkur!

Over and out!

Næturvörðurinn at the Shelter (Góður Jói!!) ;)

Réttur helgarinnar

Getur einhver sagt að þetta sé ekki girnilegt og fallegt? Hver verður ekki svangur við það eitt að horfa á þetta? Rétturinn kallast "klukkan hálf fimm, á fimm mín. "

Sumarfrí

Ég er að fara í sumarfrí. Reyndar er ég búin að vera í sumarfrí síðan 7.júní en núna er ég að FARA eitthvert í sumarfrí. Snæfellsnesið er staðurinn sem við, litla fjölskyldan, munum skoða í næstu viku. Ég og Margrét mín ætlum að sýna okkur og sjá aðra í höfuðborginni í einhverja daga, eða frá miðvikudegi til föstudags og verður þá haldið í Hólminn, Stykkishólm. Á laugardaginn mun svo elskuleg móðir mín gifta sig! Mamma og Clemens munu ganga í það heilaga þann 7.júlí 2007 (þau eru svo töff! ;)) Ég er mjög hamingjusöm með þennan ráðahag og get varla andað útaf spenningi að hitta þau og allt fólkið sem kemur!

Það er ekki bara sumarfríið og brúðkaupið sem heldur mér ánægðri þessa dagana því í síðari hluta júní mánaðar fékk ég svar frá KHÍ (Kennara háskóli Íslands) þess efnis að ég væri komin þar inn í fjarnám!! Takk fyrir pent. Takk.

Helga Guðrún "systir" er að koma heima ásamt pabba mínum og co. á morgun. Það eru komnir næstum meira en 13 mánuðir síðan við sáumst síðast! Mikið ofboðslega verður knúsast mikið og talað þegar við hittumst á morgun! Myndin hér til hliðar er tekin í enduðum apríl. Þær frænkur, Margrét og Helga, sáust síðast í byrjun júní.

Dóttirin er einnig búin að fara í nefkirtlaaðgerð. Það er mjög gleðilegt þó svo að það hafi tekið all verulega á hjörtu og tilfinningar foreldra hennar þegar á því stóð. Það var eins gott að Gunnar minn var þarna með mér!

Það fer að líða að því (allavega ef tíminn heldur áfram að líða svona hratt) að við, ég og Gunnar, fáum húsið okkar afhent! Je minn einasti, Húsið MITT!! ó minn Jesús. Við fáum húsið afhent í síðasta lagi þann 15.ágúst. Við erum rétt að fá að kíkja inní það á morgun til þess að mæla hvað við þurfum að kaupa mikið parket, stórar hurðir og gardínur. Það er allt í gangi. Er maður virkilega orðin svona fullorðin?!

Svo má ekki gleyma að nefna veðrið sem er búið að vera alveg GEÐVEIKT! Þetta kalla ég sko sumar, á Íslenskan mælikvarða allavegana ;)
Ástin, ó ástin hjálpar manni líka að vera ánægður og glaður með lífið. Ástin er holl og góð :)






Allavegana ... þá er ég farin í sumarfrí. Ég elska ykkur öll og á eflaust eftir að sakna ykkar.