Mamma mín á afmæli í dag!! Til hamingju með daginn elsku bestasta besta mamma mín, ég elska þig útí það óendanlega. Þú vonandi hefur það gott í Hollandinu!!
------------------
Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Ég er búin að vera í vist síðustu daga. Vistin fólst í því að gefa 2 lömbum að drekka 3 sinnum á dag, takk fyrir pent! :) Tengdaforeldrar mínir tilvonandi fóru úr bænum þannig þau fengu mig til þess að sjá um búið. Alltaf verið að safna sér inn stigum ;) Ég fór á golfnámskeið um daginn ásamt henni Guggu. Ég hugsa að ég sé með golfhæfileikana í blóðinu, ég var ótrúlegt klár. Ekki má gleyma aðalnámskeiðinu sem lýkur á morgun og það er sko reiðnámskeiðið sem búið er að standa yfir í nokkra daga!!! Ég er orðin þó nokkuð klár þó að ég segi sjálf frá! Ég kann núna að setja hestinn á tvo ganga, tölt og brokk, þannig ég er ánægð með mitt. Einnig höfum við verið að læra eitt og annað um hestinn og einhverjar æfingar sem gott er að láta hestinn gera svona einhverntíman og einhverntíman. Í kvöld er bæði verklegur og bóklegur tími, þannig þetta verður strembið kvöld held ég.
Síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí er á morgun í Grunnskólanum, sem er fííínnttt .... þá eru það bara þrifin á leikskólanum sem ég þarf að sjá um í sumar, eða út júní. Í júlí tek ég einhverja rispu og þríf allt hátt og lágt, bóna og skrúbba á leikskólanum. Ágúst verður svo tekinn rólega þar sem ég hef sagt starfi mínu sem ræstitæknir lausu frá og með 1.ágúst.
Það eru komnir nokkrir viðburðir inná sumarplanið og það sem stendur hæst er auðvitað brúðkaupið!! já ... eða nei, ég er ekki að fara að gifta mig. Svo vonandi verða flutningar á dagatalinu í júlí eða ágúst, ji hvað það verður næs :)
Allavega ... þið vitið af mér, á lífi.
miðvikudagur, júní 06, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
það er nú sér delis ánægjulegt að vita af þér á lífi lambið mitt (svona í tilefni þess að þú ert að sjá um lömbin...:))
Til hamingju með mömmu þína.. bið fyrir góðri kveðju til hennar :D Og rosa er gaman að heyra hvað allt leikur við þig.. Þú bara á lífi og brjál að gera :D
Skrifa ummæli