Mér finnst ég á góðri leið með að verða fullorðin, allavega verð ég að vera það þar sem maður er komin með lítið barn í hendurnar! Þá verður maður allavega að þroskast, sem ég hugsa að ég hafi gert síðastliðið ár ;)
Allavega. Þar sem ég er orðin svo fullorðin og þroskuð þá langar mig nú til þess að tala um eitt. Þannig er að ég, sem foreldri,fékk bréf um daginn frá leikskólanum þess efnis að Margrét mín kæmist inn á hann með haustinu. Þess má geta að hún er síðust og yngst á biðlistanum inná leikskólann. Það er samt sem áður smá problem, leikskólinn er of lítill. Það þarf einhverjar séraðgerðir til þess að stækka leikskólann og loksins (sorry fólk) á að fara að gera eitthvað í því.
Það hefur verið til umfjöllunnar að færa elstu börn leikskólans á Lambhaga (ef marka má fréttir og fundargerðir). Ég spyr er það til umræðu?! Ef ég á að segja mitt álit (sem foreldri) þá finnst mér það ekki mikið sniðugt, kannski er hægt að fegra þá hugmynd fyrir mér en ég veit ekki ... Ef færa á þessa elstubarnadeild inná Lambhaga þá þarf að eyða góðri summu af peningum að gera þar aðstöðu sem börnum er bjóðandi. Ég hef verið á Lambhaga með dægradvöl svokallaða sem er eftir skóla fyrir börn frá 1.-4. bekk Grunnskólans. Mér finnst aðstaðan þar ekkert svakaleg, en hún sleppur, rétt sleppur. Ef það á að færa börn í leikskóla á Lambhaga þá þarf af bæta aðstöðuna þar til muna, það þarf að gera almennilega salernisaðstöðu, vaska sem hæfir þeim, góðan sal og svo mætti lengi telja.
Hvar eiga þau að leika úti? Það er ekkert afmarkað svæði fyrir þau þarna fyrir utan, það þyrfti þá að girða þau eitthvað af er það ekki? Ekki væri ég alveg að sofa róleg (allavega ekki mikið róleg) ef ég vissi að barnið mitt gæti stungið af útí haga sem er þarna fyrir utan Lambhaga og endað jafnvel útí á, eða hvað veit ég? Reyndar er leiksvæðið fyrir utan Grunnskólann en það er ekki uppá marga fiska ef miðað er við það leiksvæði sem börnin hafa uppá leikskóla. Reyndar er einn ljóspunktur í þessu öllu sem er að elstu börn leikskólan kynnast umhverfi grunnskólans sem þau munu síðar ganga í og kynnast jafnvel krökkunum sem ganga í hann.
Það býr fólk á Lambhaga, á að biðja það fólk um að fara? Mín persónulega skoðun er sú að ég vil ekki að barnið mitt sé á svæði þar sem fólk er að reykja eða reykingafílan tekur á móti manni þegar maður kemur þarna inn(það er reykingarlykt frammá ganginum). Svo má ekki gleyma skítugu fiskifötunum sem hanga framaná hurðum, eða allavega einni (Svoleiðis var það þegar ég var með dægradvölina).
Ég heyrði því að fleygt að það væri einnig í athugun að fara með yngstu börnin í Lambhaga, já nei takk. Ég segi nei takk vegna ástæðunar sem ég gef upp hér að ofan og líka strika ég undir þá spruningu hvar eiga þau að leika sér úti? Ekki koma með þau rök að lítil börn (frá 18 mán. aldri til svona .... hvað á ég að segja 2ja ára?) hafi ekkert gaman af því eða þurfi ekki að leika sér úti! Dóttir mín er eins árs síðan í mars sem gerir hana .... 15 mánaða og hún ELSKAR það að leika sér úti, basla í sandinum, fá að róla og renna. Útileikir (og leikur yfir höfuð) eru þroskandi fyrir öll börn á hvaða aldri sem er. Ef ég á að taka dæmi þá er það þroskandi fyrir þau t.d. félagslega séð að leika úti að bíða í röð eftir að komast í rennibrautina, skiptast á með sandgröfurnar (hver man ekki eftir þeim) og fleira dót, samvinna að ramba (vega salt) svo ég tali nú ekki um þau tjáskipti sem fara fram og þroskinn í mannlegum samskipti. Margréti var boðið að koma inná leikskólalóðina í morgun (það var amma hennar Guja, sem er starfsmaður á leikskólanum, sem bauð henni innfyrir), ég fylgdi henni auðvitað. Margrét var fljót að ná sér í skóflu og fór að leika eins og hinir krakkarnir sem tóku henni fagnadi og hleyptu henni inn í leikinn.
Mér finnst, allavega frá mínu sjónarhorni og skoðunum, besti kosturinn í þessu öllu saman vera það að fá bara innréttaðan gám eða sumarbústað/kofa sem planta má inná leikskólalóðina fyrir þá deild sem á að færa. Það væri örugglega betra fyrir starfsmenn leikskólans að vera á sama svæðinu en ekki tvískipt á tveimur stöðum í bænum. Einnig nýtist útileiksvæðið betur, allir njóta þess.
Þetta eru mínar skoðanir, auðvitað veit ég ekki allt og ég er ekki að reyna að gera lítið úr einu né neinu. Ég er bara að segja mínar skoðanir. Ég er bara foreldri í þessum bæ, foreldri með skoðanir, foreldri sem vill það besta fyrir barnið sitt eða það sem ég tel best. En eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá er kannski hægt að fegra þessa Lambhaga hugmynd eitthvað fyrir mér, en ég er ekkert svo viss um það.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég hef nú ekki myndað mér skoðanir á þessu, en stærstu mistök sem gerð hafa verið í þessu öllu saman var að "stækka"leikskólann um þessa aumingjalegu kökusneið sem við hann var bætt fyrir nokkrum árum. Hún breytti engu nema aðstöðu fyrir starfsmenn. Þó svo að þess hafi þurft þá þurfti líka að stækka fyrir börnin. En kostnað verður að setja í leikskólann hvort sem að það verður í Lambhaganum eða annarsstaðar.
sí jú;)
Alveg er ég sammála þér hvað varðar útileiki barna. Þau hafa reglulega gott af því og jafnvel þótt Jóhann Ási sé aðeins 8 mánaða gamall þá sér maður mikinn mun á því hvort hann er inni eða úti að leika, hann bókstaflega ljómar þegar hann er úti. Fílar það í tætlur.
En varðandi staðsetningu á leikskólanum þá finnst mér persónulega að það eigi að leggja meira í málefni ungbarna hér í bæ. Mér finnst í fyrsta lagi að það ætti bara að hætta þessum skammtímalausnum og að frekar eigi að reyna að afla penings og stækka bara leikskólann almennilega. Þá skapast líka grundvöllur til að taka við börnum frá 6 mánaða aldri, eins og ætti að vera til staðar í svona litlum samfélögum eins og Bolungarvík. Ef ekki er hægt að byggja við sökum plássleysis þá er spurning hvort ekki væri hægt að kaupa eitthvað af þessum húsum sem eru til sölu í bænum, eitthvað af húsunum sem eru með stórar og fínar lóðir, kaupa eitt svoleiðis og breyta í í leikskóla og nota þá gamla leikskólann og lóðina umhverfis sem félagsmiðsstöð fyrir eldri borgara. Þar gætu þeir komið saman á morgnanna, drukkið kaffi, hlutað á upplestur úr dagblöðunum, hlustað á músík, fengið léttan hádegisverð, föndrað, fengið þveginn þvott, lagt sig o.fl. í þeim dúr. Í góðu veðri gæti það dúllað sér í garðinum umhverfis, jafnvel verið með lítils háttar smíðaverkstæði/smiðju (gömlu kallarnir) og matjurtagarð (þær gömlu). Sé þetta alveg í anda og held að þetta væri langbesa langtímalausnin.
Kveðja,
Ilmur
PS verðum að fara að hittast skvís.
Skrifa ummæli