Vá ég skil eiginlega ekki af hverju ég sé enn þá vakandi :op Ætlaði að fara "snemma" í háttinn og vakna í fyrramálið og svona. Ég er bara ekkert þreytt. Furðulegt nokk.
Var hjá Gunnu Dóru áðan og held að ég hafi verið þar í sirka tvo tíma! vá!! ég ætlaði aðeins að skreppa... En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þetta skeður ;) hehe
Má ég spurja ykkur sem lesið þetta blogg okkar, hvað gerið þið eiginlega á netinu?? Hef nebblega tekið eftir því upp á síðkastið að ég geri aldrei neitt sérstakt á netinu. Ég er einfaldlega bara á netinu, þið vitið, er ekki að gera neitt sérstakt... Eins og núna. Ég er ekki þreytt og hef ekkert annað að gera nema að fara í tölvuna, þetta er nú svoldið lame :)
Í gær var víst Valentínusardagurinn. Hef heyrt svoldið í umræðunni (svona aðalega í kringum mig. Svona hjá vinum mínum og fjölskyldu) um það að við þurfum alltaf að taka allt upp eftir kananum og blablabla eins og Valentínusardaginn. En hafið þið ekki fattað eitt. Valentínusardagurinn er ekki bara í Bandaríkjunum. Þetta er eiginlega alþjóðlegur ástardagur :op Neei vildi bara benda ykkur á það. hehe :) Svo þannig út frá þeim forsendum finnst mér allti lagi að það sé haldið upp á Valentínusardaginn :)
Lásuð þið laugardags DV?? eða allvega sáuð þið forsíðuna?? okei þar er mynd, svona teiknuð mynd og þar stendur : "Hafið þið séð þennan mann áður" (ekki alveg orðrétt hjá mér, man ekki 100% hvað stóð) Já en allavega þá kemur svona í litlu letri að það sé verið að fara fjalla um morðið á Neskaupstað og að krufningu sé lokið og blablabla. Síðan þegar maður opnar blaðið og les það spjaldanna á milli þá stendur akkúrat ekkert um þetta morð. Heldur bara einhver saga um gamalt morð sem skeði á svipuðum slóðum! Mér fannst þetta ekkert smá asnarlegt. Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti þá er DV að verða ekkert ósvipað og Séð og Heyrt. Innantómt bull sem reynir að selja eitthvað sem er ekki til staðar :o/
Jæja af því að ég er búin að fá útrás fyrir þessu þá læt ég þetta nægja í bili ;) hehe
Mun hvort sem er ekkert blogga á morgun því ég verð að vinna og þarf svo að læra undir próf í Hávamáli, dróttkvæðum og allskonar dóti sem ég kann ekkert í. *arg*
Jæja góða nótt öll sömul :*
--{-@ *Hilsen* @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli