sunnudagur, febrúar 29, 2004

Grettir tonight

já... fréttir helgarinnar eru þær að ég er ekki búin að vera að gera neitt, vera bara ein og vinna... og já og svo á ég bíl, ég fékk mér bíl ... eða við Gunnar fengum okkur bíl. ;) jamm, og já...
Svo í kvöld, já í kvöld... þá er það leikhús :D Við erum nokkrir, margir víkarar sem ætlum að skella okkur á Grettir og styðja við bakið á okkar manni ;) En þetta verður frábært ég er alveg viss um það...
Það er sko tvöföld ánægja við kvöldið í kvöld ; leikhús og Gunnar minn kemur heim :) vííí... á "nýja" bílnum vííí.... græna Coltinum okkar :þ

En já.. ég hef ekkert meira að segja nema þakka Karitas enn og aftur fyrir helgina í vinnunni ;) Það var bara gaman hjá okkur sko :D *LOL* Svo var ég í bónus áðan og það er alltaf gaman að fara á ísó og hitta skemmtilegt fólk svona eins og Valdísi og Kötlu ;) hehe :*

Chio

föstudagur, febrúar 27, 2004

gling, gling,gling,gling,gling, maó gling, maó maó gling....

ég er búin að vera með þetta á heilanum í allan helv... dag!!! þetta er nebbla svona smá kafli úr laginu okkar "í hreinum fötum" (einkahúmor;)) *LOL* Ég, Ásta og Karen vorum með æfingu í dag, þurftum að gera tvö merkis símtöl :) yeah...!!!!!
Æfingin gekk vel og ég held og vona að þetta verði alveg þrusu flott hjá okkur ;)

Ég er ein :( Gunnar er á leiðinni til höfuðborgarinnar, RVK... hann er að fara að skoða bíl sem við erum kannski að fara að kaupa :D Þetta er bara lítill netur bíll, svona bíll sem kemst á milli staða ;) nóg fyrir mig :þ

Ég er að horfa á þegar krakkar úr Idol frá Hollandi eru að spreita sig á einhverjum fótboltavelli, við það að syngja sko ;) og það er bara fyndið það er tærasta SNILLD ég er að segja ykkur það :D tjékk it át

En já, ég þarf að fara að skreppa á Shell og ath hvort spólan mín sé ekki komin inn, ætla að hlæja svoldið í kvöld af American Pie the wedding :)

Chio *ég vona að ég geti haldið þessu bloggi uppi á meðan Vera verður í höfuðborginni ;)*

Fljúgðu, Fljúgðu, Fljúgðu hærra....hærra hærra......lalala :)

Góðan daginn gott fólk :)
Nú er maður kominn í reykjavíkursvæluna..............................neeei úpps meina sæluna ;) hehe
Það var voða gott að fljúga, svo rosalega langt síðan ég fór í flugvél síðast :) Hilmar frændi náði í mig á flugvöllinn :* Hann var nú að hneykslast eitthvað á því að ég væri með farangur, en ég meina ég er kvennmaður og ég verð meira en viku í Reykjavík það tvennt gerir skvo pott þétt eitt = merki við því að vera með stóra tösku ;) hehe

Ég held að ég muni ekkert komast mikið á netið á meðan ég er hérna í höfuðborg Íslands. Vildi bara láta ykkur vita svo ég fæ ekki kvartanir (Þú veist þá af því Ingibjörg mín ;) hehe) :)

Þið munið aldrei giska hvar ég er :)
Ég er í Háskóla Reykjavíkur ;) hehe
Ég verð nú að segja alveg eins og er þá hafði ég ekki flugu hvar Háskóli Reykjavíkur væri, vissi ekki að hann væri svona nálægt Kringlunni :) Ég held bara að ég fari í þennan skóla =) hann er svo flottur :p

Jæja ég nenni ekki að skrifa meira.....hef ekkert að segja :)
Hafið þið bara gott um helgina ;)
--{-@ *Hilsen* @-}--

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

VoooooOOOO angel, calling from above, oooooo angel of love..... :) *Go!! Kalli Bjarni Go!!*

Já dömur mínar og frúr ........... og líka herrar haha.....held samt að þeir séu í minnihlutahóp hér

Það er víst öskudagur í dag!
Það komu nú þrír ÆÐISLEGIR maskar hingað í kvöld Þetta voru geggjuð gella, krabbi og þvottabjörn Algjörar dúllur

Eruð þið búin að hlusta á lagið Angel með Viridian Green (Kalli Bjarni ) Mæli með því er á jon.is .......

Jæja ég gleymdi víst að segja ykkkur að mér gekk ágætlega í sálfræðiprófinu mikla hehe..... Mér fannst ég nú ekki muna neitt, en hún Karen hlýddi mér yfir áður en við fórum í prófið og ég vissi bara nokkuð mikið kom sjálfri mér á óvart.... Vonandi fæ ég nú ágætis einkun, miklu skemmtilegra að fá góða einkanir

Ég fer líka suður á föstudaginn með morgunvél sjííbbííí
Þórdís frænka ætlar mjög líklega að ná í mig, hún er svo góð þessi esssska
*ég er að fara suður, ég er að fara suður, ég er að fara suður, ég er að fara suður, ég er að fara suður* ég er skvo ekki baun spennt hehe

Jæja nenni ekkert að skrifa meira, hef hvort sem er ekkert meira að segja og það er að koma háttatími .......neeeei segi svona
En allavega er ég hætt að blogga í bili....... Góða nótt dúllurnar mínar
--{-@ * Hilsen * @-}--


Ég verð nú að viðurkenna það að ég nenni ekki að lengja bloggtímann minn um helming með því að láta svona broskarla út um allt ;) ég vona að það verði ekki eins leiðinlegt að lesa mínar færslur ;) uhum...

En já... ég á nú að vera að gera eitthvað annað en að skrifa hérna ;) það er víst hlutapróf hjá herra litlausum á morgun :þ í félagsfræðinni, sama er mér... hans mál að mar nenni ekki að læra í faginu hans.!!

Gunnsi minn er hættur við að koma með til Benedorm, ég veit ekki hvað fékk hann til þess að taka þá ákvörðun :-/ hmm... en í staðin fáum við stelpurnar tvo stráka sem room made ;) hehe... Bjarna og Rögga, pant sofa á milli ;) eða ekki...

hey já... allir að taka laugardaginn 6.mars frá og skella sér á söngkeppni MÍ í Torfnesi á Ísó ;) Ég, Ásta og Karen ætlum að láta ljós okkar skýna :D við verðum náttla bara flottar, eða það vona ég, eða ég þarf ekkert að vona það, ég veit það!! ;) Bíðið bara og sjáið... strangar æfingar fara að hefjast, þegar við erum tilbúnar með lagið og svona, við erum með eikkað mix á tveim lögum og þurfum að púsla þeim saman.. mér finnst þetta meira sem skemmtiatriði heldur enn eikkað annað, mér finnst þetta svo fyndið :D LOL

chio

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Ég er komin heim í heiðardalinn ég er komin heim í sléttan sjó :)

Ég er komin heim, ég kom heim með seinnivél í gær eftir ÆÐISLEGA helgi hjá henni Ellý systur minni og hennar fjölskyldu, það var svo gaman að vera hjá þeim. Freyja Dögg litla sæta rúsínu bollan mín varð eins árs í gær og það var haldið afmæli á sunnudaginn, hvorki meira né minna en um 45 manns mættu!!! já já... krakkinn var ekki að fermast ;) grín grín...
Ég tók froskot á bolludaginn og fékk mér bollu á laugardaginn og sunnudaginn... djö... ég er að verða hnöttótt!!! ég skammast mín barasta og ég er að þykjast fara til útlanda í sumar þar sem best er að vera í bikíni :-/ ja hérna... upp úr sófanum með þinn feita rass Guðbjörg!!!
En það var rosa gaman í RVK hitta alla ættingjana, HELGU BJÖRG systur mína:) og svona

En já, ég kom heim í gær, og ástin mín hann Gunnar náði í mig á flugvöllinn mússí mússí :D ohh :* eins og ég segi það er gott að vera komin heim, sama hve gott það var að vera í burtu..!! ;) en það er stundum eitthvað sem getur eyðilagt heimkomuna.... ég ætti kannski bara að flytja... auðveldar allt

En já, sprengidagur í dag... saltkjöt og baunir... þá get ég nælt mér í ennþá meiri fitu :þ ohhh það er svo gott að vera feit eins og ég ... Svo er ég eila bara að verða veik:( með kvef og læti :´( þannig tíminn lengist aðeins þar til ég kemst í það að reyna að losa mig við fituna!! jájá....
kveða Gugga feitabolla
chio

BollaBollaBolla........neeeei heyrði það var í gær ;op *tíhí*

Jæja voru ekki allir duglegir að borða bollur í gær? auddað
Ég allavega tók forskot á sæluna á sunnudaginn, en það var samt allti lagi. Það vantaði bara nokkrar mínútur í miðnæti, svo það var eiginlega ekkert svindl. Eeen mmmm bollurnar hennar mömmu (hún bakaði rúmar 300 bollur ) eru BESTU bollur í heimi. Ég er ekki að plata. Allavega hef ég ekki fundið neinar bollur sem eru betri og hef ég smakkað þær nokkrar hehe....
En ég hreyfið mig allavega nóg í gær, fór í leikfimi og jóga (harkan hjá minni skvo!!), þannig að ég held að ég kom bara út á sléttu í gær. Segjum það bara hehe

Vonandi áttu allir góða helgi og voru duglegri en ég Var búin að ákveða það að vera SVVOOOO dugleg og læra eeeen neeeii ég nennti því ekki Eina sem ég gerði var að vinna í minni ástkærubúð á laugardaginn og sunnudaginn. Síðan fór ég á Bítlatónleika með mömmu (Karen mágkona var að syngja,rosalega flott hjá henni ) og svo í Sjallann með Ingu Láru. Reyndar var nú gaman hjá okkur Ingu *Hóst*þó svo að hún sé rugluð *Hóst* hehe

Jæja...þá er sálfræðipróf á morgun...hmmm.....próf....veeei gamangaman....eða þannig
Verð að fara að læra, svo ég muni nú ekki *bíb*falla á því. Ég er ekki svona dugleg eins og Karen. Læralæra og læra. Harkan í kellu

Vitið þið að það er hörku vesen að setja svona broskalla, bloggtíminn lengist alveg um helming

Ég held samt að ég láti þetta nægja í bili, þarf að fara að læra undir prófið
Verið bara sæl og blessuð....
--{-@ *Hilsen* @-}--


laugardagur, febrúar 21, 2004

Kveðja úr borg óttans... Reykjarvík :)

Sælt veri fólkið.
ætla bara að láta vita að ég er á lífi elskurnar mínar :) hehe... er í reykjarvíkinni hjá "litlu" systur og hennar fólki, bara snilld :D
Afmæli á morgun, litla rúsínubollan mín hún Freyja Dögg er eins árs á mánudaginn og það er verið að halda uppá daginn á morgun, 50manns kökur tertur og læti, ég er búin að vera minna ellý á að krakkinn er bara 1árs en ekki 100 ára ;) ahahaha....
á föstudaginn lá ég uppí king size rúminu hennar Ellýar og horfði á friends langt fram eftir degi.. ahhh... það er FRÁBÆRT að vera í fríi, I LOVE IT :*

En já... ég er svo skemmtileg og allir vilja hafa mig, þannig ég er farin að kíkja til hans afa míns ... :)

Elska ykkur öll, ykkur sem lesið þetta blogg okkar Veru ;) sama hverjir þið eruð...
og já... gerið eitt fyrir mig, keyrið varlega, lífið er of dýrmætt til að taka einhverjar óþarfa glannagang !!! í alvöru!! Guðbjörg frænka segir : Keyra eins og menn

chio

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Löng helgi!!!....vííííí :D

Já dömur mínar og herrar! Það er löng helgi í Menntaskólanum á Ísafirði :D Allir að fara suður..."nema ég" ;) (er eins og litlu krakkarnir segja alltaf), en það er líka allti lagi, ég fæ að fara á næstu helgi og verð heila viku :D veeei :p

Var á Fm957.is og sá þennan brandara eða réttara sagt bréf, vildi deila því með ykkur:
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-Bréf frá Hr. Tippi.

Ég, herra Tippi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi rökstuðningi:

Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði. Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í. Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður. Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.

Virðingarfyllst: Hr. Tippi

SVAR FRÁ STJÓRN:

Kæri Hr. Tippi. Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum:

Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum, berandi tvo mjög grunsamlega poka.

Virðingarfyllst: Stjórnin
-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_-_- hehe

Jæja læt þetta bara nægja í bili... hef ekkert gáfulegt að segja.... daaa hef það reyndar aldrei ;) hehe
--{-@ * Hilsen * @-}--

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

The trouble with love is......lalala....Kelly Clarkson.....lala :)

Jæja Ingibjörg mín, loksins loksins blogga ég ;) Sjáðu bara hvað ég geri ekki fyrir frænku mína :) Og fyrir neðan er Guðbjörg búin að blogga. Ertu ekki ánægð núna? :) hehe Ég varð samt ánægð að fá "kvörtun" frá þér. Gaman að eiga svona fan ;) tíhí..

Jæja enn einn skóladagurinn BÚINN!! :D ´sjíbbí...þetta var nú ekki langur dagur.. Eeen hann er samt ekkert búinn, óneinei nóg að gera skvo. Þarf að gera 2 verkefni. Lesa í siðfræði og sálfræði og sonna. Síðan fer ég á ísó seinni partinn þarf víst að fara til hjartalæknis og ekki út af ástasorg ;) hehe... Ekkert alvarlegt samt, bara skoðuna :) Síðan ef ég verð ekki voðalega lengi hjá þessum lækni er það kvöldskóli með mágkonu minni henni Karen. Við erum skvo eðalsálfræðingar ;) hehe

Í gær var enn þá styttri skóladagur en í dag. Þá var ég bara til 20 mín yfir níu. Ætlaði að vera rosalega dugleg, taka til, læra og you name it!! Ég held að ég hafi ekki gert eitt af því sem var planað að gera :p EN ég, já takið eftir ÉG, fór í leikfimi hjá Elínbet. Það var magi/læri og rass-tími. Tíminn leið svo hratt að það er ekki eðlilegt. En vá hvað var gaman. Leið samt pínu eins og ég veit ekki hvað. Fannst ég vera kolkrabbi, hendur og fætur allstaðar. En þetta hafðist á endanum. Er bara með pínu harðsperur en það er bara fínt :p Gunna Dóra sagði að þetta væri erfiðasti tíminn svo ég ætti að lifa hina af :op Við þessar ungu sem vorum þarna vorum nú ekkert að standa okkur í ýmsum æfingunum, þær eldri tóku okkur alveg í bakaríið . Við stöndum okkur bara betur næst :op
Síðan fór ég líka í sund með Ingu Láru. En við vorum ekkert að synda, nei maður fer ekki í sund til að synda!! það er asnó ;) hehe Við vorum bara að slappa af í pottunum. En Inga var samt ekkert að hvíla raddböndin ;op tíhí

Jæja núna er að byrja að hellast yfir mann, ritgerðir, hlutapróf og svona bölvað vesen :op Það verður nóg að gera í reykjarvíkinni, ég bara efa að ég geti tekið með mér ferðatösku af fötum. Ætli ég verði ekki með ferðatösku af skólabækum :op Neinei segi svona. En mér mun allavega ekki leiðast. Hef nóg að gera :)

Jæja Ingibjörg ég vona að þetta sé nóg lesefni fyrir þig í bili, ég skal vera duglegri að skrifa :) Ætla núna að fara að horfa á nágranna. Lifið heil!
--{-@ * Hilsen * @-}--

það er byrjað að snjóa!!! dem!!

Jæja.... ég er búin að birga staðfestingargjaldið fyrir mig og Gunnar til Benedorm :) jibbííí.... það er allt að styttast :D hehe

Það er snjókoma og læti hérna á ísafirði og það á að ath með flug kl13... það er alveg dæmigert að það verði ekki flogið á morgun :( ég sem VERÐ að komast suður!!! ég bara verð, það er bara svoleiðis. Ef flugið bregst mér veit þá einhver sem er svo frægur að lesa þessa síðu hjá mér og Veru um einhvern sem ætlar að keyra suður??!! ha!!??? Það væri fínt að fá ábendingar ;)

Sögu próf á morgun og ég er aðeins byrjuð að kíkja á þetta...

Elsku fólk, biðjið með mér um að það verði flogið!! PLÍS....!!! verði flogið, verði flogið, verði flogið... elsku guð leyfðu mér að komast suður til Reykjarvíkur... gerðu það...takk þú ert bestur :*

Chio

mánudagur, febrúar 16, 2004

ahahhahahhaha

ég vil bara deila ÞESSARI mynd með ykkur... aðeins of mikið kossaflens fyrir hann Bjarnþór ahahaha... :D LOL

Svo kemur fallega fólkið.... eða mitt fólk, hluti af því :) :) herna og svo hérna líka einnig þau Hemmi und Karitas... með fylgifiskum ;)

chio - Biggi, ég leyfði mér að nota myndirnar... þínar :) takk, elskan :* ;)

Stutt og laggott :)

Valdís á afmæli í dag, til hamingju með daginn dúlla :* hehe... loksins á hún sig sjálf ;) hehe... þúsund kossar og knúz :)

Ég er að fara í sálfræðipróf á morgun :-/ er aðeins byrjuð að læra, byrjaði í gær!! beat that ;) en allavega, það er lítið sem situr eftir í hausnum eða það er að segja í heilanum :) er að fara að vinna í kvöld þannig það er eins gott að vera dugleg ;)

3dagar í reykjarvíkina :D:D:D víú.... ég hlakka BARA til. Knúza hana Freyju og hitta báðar systur mínar, vona ég, ég verð hjá Ellý og verð bara að set a date við Helgu Bjög ;) Freyja á svo afmæli á maánudagin, þá verður hún eins árs sæta mús :* ohhh.... já....

Sálfræði, atferlisvaki, geðshræring, ýgi, misbeiting ýgi og svo fram vegis og svo framvegis ;)

chio

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Dadaradada...!!!

Ég er ennþá einhverstaðar í skýjunum!! :) Árshátíðin var bara útí eitt FRÁBÆR mér fannst maturinn ekkert smá góður, skemmtiatri'ðin voru bara góð og svo ballið OMG hvað það var BARA skemmtilegt, ég hef ekki skemmt mér svona vel á balli ég veit ekki hvað lengi, úff... er ennþá bara eftir mig ég dansaði svo mikið, svo er hálsinn eikkað að tjá sig (mar söng/öskraði svo mikið með ;))
ÉG upplifði mig eins og prinsessu á föstudaginn mér fannst ég svo fín (egó), ég fór í förðun til Ragnhildar og ég var ekkert alveg á því að þetta væri ég ;) allir sem voru þarna: "Váá... Guðbjörg, ert þetta þú??" ohh... svo æðislegt, svo sléttaði ég á mér hárið hjá my room made á Benedorm, Gunnu Dóru;) og já þetta var bara æðislegt :) Allir svo fínir, allir svo glaðir og bara já... allt svo æðislegt :))

Valentýnusardagurinn hjá mér var notaður til að sofa, liggja uppí rúmi og slaka á.... Gunnar gaf mér förðunina að gjöf og smá aur til að kaupa mér eikkað ;) þessi elska sko :*
Ég fór svo að vinna fyrir Karitas kl18:30 á Shell og nota bene það var brjálað að gera allt kvöldið!! úff púff.... Svo eftir vinnu var hlaupið heim (íkja þetta aðeins ;)) fari í sturtu og inná ísó til Valdísar minnar :* hún á afmæli á morgun og hélt smá boð í gær, ég og Helga Guðrún gáfum henni körfu með fullt að nauðsynjum og dóti ;) hehe.... þar var ég langt fram eftir kvöldi!!! Svo var rúntað aðeins um bæinn Bolungarvík, það var ball með Gabríel í Víkurbæ.

Í dag þá ætla ég að fara að læra fyrir sálfræðiprófið sem er á þriðjudaginn... mar verður að vera VEL undirbúin í það sko ;)
ætli ég "slysist" svo ekki í það downloda myndunum inní tölvuna mína síðan á föstudaginn (ég er búin að vera að skoða þær aftur og aftur ;))

en já
chio

Jesús minn ertu enn þá vakandi barn!!

Vá ég skil eiginlega ekki af hverju ég sé enn þá vakandi :op Ætlaði að fara "snemma" í háttinn og vakna í fyrramálið og svona. Ég er bara ekkert þreytt. Furðulegt nokk.

Var hjá Gunnu Dóru áðan og held að ég hafi verið þar í sirka tvo tíma! vá!! ég ætlaði aðeins að skreppa... En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þetta skeður ;) hehe

Má ég spurja ykkur sem lesið þetta blogg okkar, hvað gerið þið eiginlega á netinu?? Hef nebblega tekið eftir því upp á síðkastið að ég geri aldrei neitt sérstakt á netinu. Ég er einfaldlega bara á netinu, þið vitið, er ekki að gera neitt sérstakt... Eins og núna. Ég er ekki þreytt og hef ekkert annað að gera nema að fara í tölvuna, þetta er nú svoldið lame :)

Í gær var víst Valentínusardagurinn. Hef heyrt svoldið í umræðunni (svona aðalega í kringum mig. Svona hjá vinum mínum og fjölskyldu) um það að við þurfum alltaf að taka allt upp eftir kananum og blablabla eins og Valentínusardaginn. En hafið þið ekki fattað eitt. Valentínusardagurinn er ekki bara í Bandaríkjunum. Þetta er eiginlega alþjóðlegur ástardagur :op Neei vildi bara benda ykkur á það. hehe :) Svo þannig út frá þeim forsendum finnst mér allti lagi að það sé haldið upp á Valentínusardaginn :)

Lásuð þið laugardags DV?? eða allvega sáuð þið forsíðuna?? okei þar er mynd, svona teiknuð mynd og þar stendur : "Hafið þið séð þennan mann áður" (ekki alveg orðrétt hjá mér, man ekki 100% hvað stóð) Já en allavega þá kemur svona í litlu letri að það sé verið að fara fjalla um morðið á Neskaupstað og að krufningu sé lokið og blablabla. Síðan þegar maður opnar blaðið og les það spjaldanna á milli þá stendur akkúrat ekkert um þetta morð. Heldur bara einhver saga um gamalt morð sem skeði á svipuðum slóðum! Mér fannst þetta ekkert smá asnarlegt. Ég verð bara að segja fyrir mitt leiti þá er DV að verða ekkert ósvipað og Séð og Heyrt. Innantómt bull sem reynir að selja eitthvað sem er ekki til staðar :o/

Jæja af því að ég er búin að fá útrás fyrir þessu þá læt ég þetta nægja í bili ;) hehe
Mun hvort sem er ekkert blogga á morgun því ég verð að vinna og þarf svo að læra undir próf í Hávamáli, dróttkvæðum og allskonar dóti sem ég kann ekkert í. *arg*

Jæja góða nótt öll sömul :*
--{-@ *Hilsen* @-}--

laugardagur, febrúar 14, 2004

Váááá það var svo gaman :D :D :D

Okei ég verð nú að segja við ykkur sem fóruð ekki á árshátíð MÍ og ballið með Í Svörtum Fötum:
AUMINGJA ÞIÐ!!! ÞAÐ VAR SVO GAMAN :D :D :D :D :D ....
Vá hvað það var gaman, fór í klippingu og litun og Jóhanna vildi endilega gera eitthvað við hárið á mér. "þú ert alltaf með það slétt" sagðu hún :op og vá það var geggjað flott. Síðan fór ég í förðun til Ragnhildar og guð minn góður ég þekkti ekki sjálfa mig, ég var svo rosalega breytt :D (Aldrei verið með eins mikla málingu framan í mér áður). Síðan var svo gaman að fara á matinn því allir voru svo fínir, gaman að sjá "skólann" upp dessaðann. Maturinn var fínn, samt heldur svona lummó að fá kjúkling (ferkar svona "venjulegur" matur). En hann var góður, vildi samt fá meiris sósu með :op Skvo ég veit að þetta átti að vera svona fínn matur og þegar það er fínn matur þá á allt að vera svo fullkomið og útlitið á að vera flott (listrænt). En ég meina, mér er svona pínu sama þó maturinn minn endurspegli ekki listræna eðlið í kokkinum :) hehe vildi meiri sósu og hananú :) Annars var þetta allt MJÖÖÖG gott!! Súpan kom mér meiri segja á óvart (bjóst ekki við að Karrý-og kókoskrydduð grænmetissúpa væri góð, en boy was I wrong :D :D ) Síðan var allti lag þó Sveppi og Auddi komust ekki. Það voru flott atriði, Sigurvin söng ekkert smá vel :D
Síðan var ballið með Í Svörtum Fötum ekkert smá skemmtilegt :D En það var samt leiðinlegt að þetta var 16.ára ball, ekki mikið af "karlmönnum" ;) hehe
En vá! það var samt geggjað gaman :) Svo kom Ardís (úr Idol) og tók lagið :)

Þið muni aldrei geta giskað á hvað ég er að gera núna um leið og ég er að skrifa þessi orð :) Ég er að horfa á video(Friends) í tölvunni :D hehe ekkert smá cool :) Einar var nebblega að versla sér nýja tölvu og er hún ekkert smá flott. Hún er með flötum skjá og sonna. Þetta er svona Medion tölva :)

Svo er Reykjarvíkurferðin komin á hreint :) (Guð ég þarf að ferðast um með strætó og það er alls ekki góð reynsla af því, er það nokkuð Guðbjörg?? ;) hehe) Ég mun s.s. fara suður í byrjun mars. Er samt ekki búin að panta flug eða neitt solleiðis. Geri það þegar nær dregur =)
Síðan er langa helgin á næstu helgi :D Alltaf eitthvað ske ;)

jæja nenni ekki að skrifa meira.... Komið gott í bili, þarf að fara að læra í íslensku :o/ Verð víst að geta eitthvað í þessu blessaða prófi :) hehe
--{-@ *Hilsen* @-}--

föstudagur, febrúar 13, 2004

Allt að styttast :D

Jæja herrar mínir og frú... Árshátíðin hefst eftir ...uuu.... bíðum nú við eftir rúma 4 tíma (um það bil) jibbííí.... ég hlakka sko BARA til :) þetta verður sko bara gaman :)
Mér finnst eitt samt svolítið barnalegt og asnalegt!! Það eru einhverjir bara að hætta við að fara á árshátíðina því það er svart útsýn með það að Sveppi og Auddi komast ekki (þeir ku vera veislustjórar í kveld, fyrir þá sem ekki vita), ég skil það vel að fólk verði svekt yfir því að þeir komist ekki en mer finnst það nokkuð mikið barnalegt ef fólk hættir við að fara útaf því, just mín skoðun!!!!
En já, það er förðun á eftir kl17 og svo fer ég til Ingu Dóru (Gunnu Dóru;)) að slétta á mér hárið og sonna skemmtileg heit :) jamm og já... úff úfff... ég get ekki beðið, jújú ég get alveg beðið, ég hef getað beðið hingað til ;)

hey folks, við sjáumst í kvöld

chio

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Hey jo folks!!!

Vantar ykkur ekki PC tölvu??? Hélt það, ég er að selja MAC innovision (DJ700) tölvu
minni 5,94 GB
windows ´98
DVD spilari (DVD drif) og hátalarar fylgja :)

Um að gera að fá sér góða og fína tölvu ;)
Ég gef frekari upplýsingar : gugga_besta@hotmail.com

CHIO

Pæling....

ja hérna... ég er ekki að nenna neinu!! það eina sem ég er að nenna er að sofa ;) ahhh... það er svo gott að sofa :D mmm....
en hey váá!!!!!!!! það er 2dagar í árshátíðina, je minn ég er BARA farin að hlakka til!! úfff... ég er víst búin að lofa Helgu Björg stóru systur því að taka mynda af mér í kjólnum ;) hehe... loforð er loforð Helga ;)

Mér finnst það alveg merkilegt hvað sumt fólk getur vorkennt sjálfu sér, ohh ég á svo bágt ohh ég er svo svona oh oh oh...!!! COMON PEOPLE!! gerið þá eitthvað í þessu "vandamáli" ykkar!! pfff... svo fólk sem talar um ekkert annað en sjálfan sig og öllu því sem tengist sér, hvað er það??!! Það er allt í lagi að segja frá sér og ´sinum, en nóg er nóg!!
En já, vá, Guðbjörg mín sumu má mar bara halda fyrir sjálfan sig ;) uhumm... no hard feelings ;) uhumm

já 8dagar í Reykjarvíkina :D viú.... þetta verður BARA skemmtileg ferð sko!!! Afmæli hjá Herði löggufrænda, læknastúss og margt margt fleira, já já... mikið stuð ;)

en úr því að ég er búin að vera svo jákvæð í þessari færslu þá ætla ég að fara að eta, slátur ;)

chio

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Jæja kuldinn farinn af síðunni og sætt rautt hjarta komið :D

Jæja núna ætlaði ég, takið eftir ÆTLAÐI, að vera dugleg og breyta aðeins síðunni okkar. Ásta María var eitthvað að tala um kulda og sonna. En ég bara gat ekki gert neitt með öðrum orðum, datt ekkert í hug. Svo ég setti bara eitt svona rautt hjarta hérna til hliðar til að sína að ég og Guðbjörg erum ekki alveg frosnar (We have feelings you now!! ;) hehe)....

Jæja það nálgast óðfluga að því að árshátíðin gengur í garð, en hafið þið (sérstaklega skólafélagar mínir) tekið eftir því að hún verður á föstudaginn ÞRETTÁNDA búhahahahahaaaaaaaaa :op hehe Haldið þið að eitthvað slæmt muni koma fyrir? Þetta er svoldið spennó :) tíhí vona bara að ekkert komi fyrir mig 7 9 13 *BANKBANK*......

Æji vitið þið það að að febrúar er mánuður fyrir "einhleypinga" (sérstaklega kvenmenn) til að verða þunglyndir, þá er fullt af svona mússímússí dögum s.s. konudagar og Valentínusardagur og svona. :) Ég verð nú að segja fyrir mitt leiti að ég þarf ekkert sérstaklega að fá áminningu um það að ég sé einhleyp :) Ekki það að mér líki það neitt illa, alls ekki. Líkar það bara mjög vel :D :D enda er ég nú bara 18 að verða 19.ára, svoldið aumkunarvert að vera örvæntingafull svona ung :) hehe En væri samt alveg til í það að fá blóm og svona :p Þið meigið endilega senda mér blóm ;) hehe (bara hugmynd :op ....)

Jæja nenni ekki að skrifa meira ætla að leggjast upp í rúm og lesa í íslensku, er víst að fara í próf á mánudaginn *arg* ég kann ekki neitt :o/
--{-@ *Hilsen* @-}--

Persónuleiki VS. Útlit!!!

Ég fékk að heyra svolítið skemmtilegt, að mér fannst, í gær... Það er þannig að ég, útlitið mitt, passar ekki við karakterinn minn þ.a.e.s. passar ekki við mig ;) fyndið.... ég virðist kannski vera gekt leiðinleg en er svo skemmtileg, eða öfugt??

Hótelið fyrir Benedorm ferðina er komið á hreint!!! Þetta verður geðveikt!!! ó já ó já

mánudagur, febrúar 09, 2004

jamm og já....

ég er búin að komast að því að mar fer á hausinn við það að fara á þessa blessuðu en samt sem áður frábæru árshátíð ;) jamm og já!! Það er ansi dýrt fyrir okkur "hjónin" að skella okkur, jamm og já og svei mér þá!!! ;) en hvað gerir maður ekki fyrir skemmtun?? en svo fer ég suður og þá á ég engan pening... hmm??!!! aji... seinni tíma vandamál.

Helgin hjá mér var frábær :D það var ekkert smá gaman á þorrablóti hestamanna og allt vakti mikla lukku :) hehe... Svo var það Þorrablót Grunnvíkinga pabbi var þarna í skemmtinefnd alveg í essinu sínu karlinn ;) hann var lék meira að segja Bubba í "grunn Dol-inu" ekkert smá flottur hann pabbi minn sko :) (Aðeins að bæta í egóið hjá honum pabba ;))

Ég og Snotra kláruðum hundahlýnisnámskeiðið á sunnudaginn, fengum viðurkenningu og svona... Rosalega gaman, búin að læra margt og mikið ;) Ég er svo búin að áklveða að kenna henni kúnstir þessari elsku, svo hún geti verið svona sprellari eins og ég :D jibbí....

ömmm... ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera, kannski læra fyrir íslenskupróf því ég er nú í eyðu?? hmmm??!! Svo er ég mjög ánægð núna :D allar mínar ákvarðanir eru alveg 100% er það ekki Gunnsi minn?? :*

Chio

föstudagur, febrúar 06, 2004

Það er kalt á klakanum!!!

Góðir landsmenn nær og fjær, eins og Vera segir hér með sínum ágætuorðum hér fyrir neðan þá er Óshlíðin lokuð!! fussum svei!!! usss... Gugga, Helga og Anna eru fastar innfrá og Gunnsi minn líka og víst alveg fullt af fólki já og auðvitað Vera mín og Karitas!! ó jæja... ég er í minni heimabyggð og þá líður mér vel ;) hehe...

já, það er skemmtun í kvöld :) Þorrablót hestamannafélagsins Gnýs, ég er víst í einhverri Stórhátíðarnefnd og er búin að vera að reyna að hjálpa eikkað í sambandi við þetta blót :þ Þetta verður þrumustuð alveg :D

Ég var í litun og plokkun áðan og er orðin alveg rosalega fín, eða mér finnst það allavega, svo var .að Trimmform, er víst í því til að losna við þessa bévítans vöðvabólgu sem er að hrjá mig :-/ en ég er öll að lagast :D

jæja... ég er farin, þarf að fara að finna út í hvaða betri fötum ég ætla í í kvöld....

chio

Ljóta Ljóta Veður! Oj bara! :o/

Nú er ég skvo ekki ánægð. Ég er föst á ísafirði af ÖLLUM stöðum. Það er búið að loka hlíðinni. Eeen vonandi verður hún opnuð kl fjögur svo maður komist heim. Langar hreint út sagt ekkert að vera hérna (sorry ísafjörður) :)
Ég hefði verið komin heim til mín fyrir sirka einum og hálfum tíma. :o( pff finnst þetta ekkert sniðugt....

Svo verður dagurinn á morgun, þ.e.a.s. ef ég kemst heim, þétt setinn. Ég verð að vinna frá 11:00-18:00, síðan er bekkjarparty kl 20:00 og svo er ég að fara á nætur vakt frá 00:00-08:00... Þannig að á sunnudaginn ætla ég skvo pott þétt að SOFA :) Ég ætlaði að vakna milli 14:00-15:00 en af því að það er ekki hlutapróf í íslensku á mánudaginn þá ætla ég að sofa, sofa, sofa og sofa og kannski bara sofa meira :) mmmmmm :) :) Hlakka til að fara að sofa ;) hehe

Það samt sem áður ekkert spes að frétta. Það eru sirka 3 vikur þar til ég fer suður...sjíbbí :) og vika í árshátíðina. Það verður svoooo gaman hjá okkur Guðbjörg =) hehe
Bara nóg að gera :) Síðan er nemavakt á kvöldvakt á þriðjudaginn á ísó (ætli ég festist ekki aftur þá, það er EF ég kemst heim ;) hehe) og nemavakt aftur á föstudaginn á göngudeildinni :) úff :)

Jæja nenni ekki að skrifa meira... ..
--{-@ Hilsen @-}--

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

ussussusssss

Já ég er nú vægast sagt skelkuð eða svona innan vissa marka. Ég er "alltaf" (búin að fá þrisvar sinnum, einu sinni á laugardaginn og svo tvö í kvöld.) að fá sms af simnet.is og hef bara ekki hugmynd frá hverjum. Mér finnst þetta dáldið creepy :os

En út í eitthvað annað...

Núna styttist óðfluga í árshátíð MÍ, ætla ekki allir á árshátíð?? jújú hvernig spyr ég ;) Þetta verður örugglega svaka stuð. Sveppi og Auddi verða veislugestir á matnum og Í Svörtum Fötum sjá svo um djammið langt fram á nótt ;) hehe Ég fæ þann mikla heiður að vera í förunauti Guðbjargar og Co. (s.s. með henni og Gunnari ;) tíhí) :D Það verður skvo gaman hjá okkur, við erum svo skemmtileg ;)

Merkilegt með íslenskuna, sérstaklega goðafræðina og allt þetta fornaldardót ;) hehe Þetta er meira og minna kynsvall, homma, lessur, klæðskiptingar og ég veit ekki hvað og hvað. Svo er fólk að undrast á því hvernig fólk er byrjað að haga sér nú til dags. Ég meina við hverju bíst það, tískan fer í hringi og tónlistin og blablabla.. Af hverju ætti þetta ekki líka að fara í hringi ;) hehe (Samt ekkert að segja að ég sé hlynt þessari opinberun kynlífs, á skvo niðurlægðan hátt. Dæmi: Janet Jackson)...
Neeei þetta er nú bara svona dæmigerð miðjar-viku-dags-pæling hjá mér, alls ekki taka of alvarlega. Þó svo að enginn geri það ;) hehe

En jamm og jæja, víst að ég er búin að létta þessu af bringunni þá er bara háttartími fyrir ungar dömur ;)
Góða nótt öll sömul :*

mánudagur, febrúar 02, 2004

Dari dúarí dúta dei..... sem kóngur ríkti hann...

Góðan dag...!!! je minn, ég varð fyrir tæru sjokki þegar ég fékk þýskuprófið mitt til baka í morgun, það fékk hjratað mitt til að vakna eftir þessa helgi hjá mér.. úff :-/ hélt ég hafi lært aðeins meira....!!

Föstudagurinn fór í það að þeysast um skattstofuna á ísafirði, til sýslumannsins í Boló, Nonna frænda (endurskoðanda) og ég veit ekki hvað og hvað, það sem ég var nú orðin þvílíkt pirruð og stressuð!! en svo var það bara vinna, ég og Alberta áttum alveg ágæta kvöldstund ;) hehe....
Laugardagurinn fór í tiltekt, hundanámskeið og vinnu....
Sunnudagurinn fór einnig í vinnu og hundanámskeið, svo var það sunudagsmatur hjá tengdó :D mmmm.... og já og lærdóm í FÉL203 sem er btw BARA hundleiðinleg, þessi félagsfræði gerir líf mitt litlaust ég get svo svarið það, og maðurinn sem er að kenna þessa félagsfræði Mr. V er bara svart hvítur... :þ ojjj....

Ég komst að því í dag að maður þarf að vera reiðubúin til þess að beita kjafti og klóm til að fá sinu framgengt, það dugaði samt sem ekki hjá okkur Tinna í íslensku áðan, helv... tí.... hugsa bara um sitt eigið rassgat!! ekki hægt að hafa neinn miklli veg... ó nei ungfrú Prúsúlín.

Ég er fullbókuð næstu ... uuu... 3 helgar :D þannig þið skuluð tala við mig í tíma ef þið viljið hitta mig eikkað. Næsta helgi er Þorrablóthestamanna, Þorrablót Grunnvíkinga, hundanámskeið, vinna og já.... vegna frekju sumra þá þarf ég víst að reyna að finna tíma fyrir lærdóm. helv.... Svo er það helgin þar á eftir... þar á ég frí úr vinnu og þá er ÁRSHÁTÍÐIN :D :D :D víjú...!!! Svo helgin eftir árshátíðina er REYKJAVÍKURFERÐ!!!! omg ég hlakka BARA til..!!!

En jæja... best að fara í Nibblet game með Gunnu Dóru :)

Chio

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Hvað er hægt að segja á sunnudeigi?? :o/

tja já ég skal nú segja ykkur það..... það er bara ekki hægt að segja neitt ;) hehe
neeei ég segi nú bara svona ;) tíhí

oooj, þetta er nú ömurlegur aulahúmór hjá mér. Ekki satt? :) hehe

Jæja, eru ekki allir búnir að eiga góða helgi?? jújú auddað :)
Mín helgi var bara fín :) Fór á uppistan og á ball ÆÐISLEGA gaman :) síðan vinna og sund og rúntinn :) Bara var voða aktív ;) hehe

Veit samt ekkert hvað ég á að segja, eins og venjulega er ég bara tóm... :op.. Þetta er skvo pott þétt skólinn skvo, hann er að fylla mitt dýrmæta heilabú að alskonar dóti. Þannig að sjálfstæði hugsun kemst ekkert fyrir (ekki það að hún var eitthvað mikil fyrir ;) hehe)

En hafið þið spáð í einu, sérstaklega þið sem horfið á sápur. Maður man alveg allt sem hefur skeð í liggur við öllum sápum sem maður hefur einhvern tíma horft á. Maður man hverjir eru búnir að vera með hverjum og ALLT SAMAN. Hafið þið spáð í því hversu mikil heilabús sóunn það er? Hversu mikið af óþarfa upplýsingum maður er að hlaða inn? Svo man maður ekki einföldustu hluti, eins og hvar maður lagði veskið frá sér! Þetta er skvo umhugsunarvert... Allavega finnst mér það :)

Jæja nenni ekki að bulla meira, ætla að líma mig við Imbann. Gæti skvo alveg farið að læra, en það er ekki eins gefandi ;) hehe