Jæja svo jæja, tími til kominn að dusta rykið af lyklaborðinu (so to speak).
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast. Árið 2007 endaði á mjög furðulegan hátt. Langt frá því sem ég hefði nokkrum tíma ímyndað mér. Árið 2008 hófst með dofleika og er hann búinn að vera meira og minna allan þennan tíma.
Satt best að segja hef ég ekki haft neina löngun í það að blogga...
Ég og Guðrún erum farnar að mæta í ræktina...Ooooo JÁ!!.... finnst við vera bara nokkuð duglegar. Þó sumir telja okkur bara vera að spjalla ;) Aumingja hún er að reyna að kenna mér að spinna (spinning). Verð bara að segja alveg eins og er þá líður mér eins og algjörum hálfvita! Þetta er svipuð tilfinning og þegar ég fór í Eróbik hjá Elínbet hérna í denn. Finnst allir útlimir vera út um allt og ég ekki að gera neitt rétt.
Síðan er Jesus Christ Superstar í lok feb (allt Guðbjörgu að þakka ;*) = RVK ferð!! VEI VEI...
Svo er stefnan sett á Amsterdam einhverntíma í Maí og ef til vill Kanada - fer allt eftir fríinu. Síðan má ekki gleyma Póllandi í 1/2 mánuð í Júní/Júlí - og aftur; fer allt eftir fríinu.
Læt þetta nægja í bili. Gaman að segja frá því að ég verð online á msn í nótt og á morgun (24 - 07). Ef fólk vill ná á mig ;)
Starfsmaður á plani - out!