mánudagur, janúar 28, 2008

Þorrablót 2008

Ég fór á mitt fyrsta þorrablót hérna í Víkinni fögru ásamt sambýlismanni mínum síðastliðinn laugardag. Mikið ofboðslega var gaman. Ég ásamt mínum trogfélögum skemmtum okkur mjög vel! Þetta verður endurtekið að ári, þá í félagsheimilinu en í ár var þorrablótið í íþróttahúsinu Árbæ. Umræðan um alla þá siði og venjur sem einkenna þorrablótið var lítil sem engin ... engin ef miðað er við umræðuna sem tröllreið öllu í fyrra!! En jæja, ég ætla að leyfa ykkur að sjá nokkrar myndir.
Komin í peysufötin Vinkonurnar, ég og Berta ready.Við skötuhjúin.Þrjár svaðalega flottar!!
Gunna Dóra, ég og Berta.



sunnudagur, janúar 27, 2008

10 Things I Hate About You - Heath Ledger Singing

Þessi mynd er ein af mínum upphálds. Oh the memories. Og einmitt í þessari mynd sá ég Heath Ledger fyrstþ Sorglegt að þessi ungi efnilegi leikari sé látinn :(

Boy Actors - Part 2

Boy Actors Past .. A Tribute

þriðjudagur, janúar 22, 2008

C'est la vie....

Jæja svo jæja, tími til kominn að dusta rykið af lyklaborðinu (so to speak).
Það hefur ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast. Árið 2007 endaði á mjög furðulegan hátt. Langt frá því sem ég hefði nokkrum tíma ímyndað mér. Árið 2008 hófst með dofleika og er hann búinn að vera meira og minna allan þennan tíma.

Satt best að segja hef ég ekki haft neina löngun í það að blogga...

Ég og Guðrún erum farnar að mæta í ræktina...Ooooo JÁ!!.... finnst við vera bara nokkuð duglegar. Þó sumir telja okkur bara vera að spjalla ;) Aumingja hún er að reyna að kenna mér að spinna (spinning). Verð bara að segja alveg eins og er þá líður mér eins og algjörum hálfvita! Þetta er svipuð tilfinning og þegar ég fór í Eróbik hjá Elínbet hérna í denn. Finnst allir útlimir vera út um allt og ég ekki að gera neitt rétt.

Síðan er Jesus Christ Superstar í lok feb (allt Guðbjörgu að þakka ;*) = RVK ferð!! VEI VEI...

Svo er stefnan sett á Amsterdam einhverntíma í Maí og ef til vill Kanada - fer allt eftir fríinu. Síðan má ekki gleyma Póllandi í 1/2 mánuð í Júní/Júlí - og aftur; fer allt eftir fríinu.

Læt þetta nægja í bili. Gaman að segja frá því að ég verð online á msn í nótt og á morgun (24 - 07). Ef fólk vill ná á mig ;)

Starfsmaður á plani - out!

föstudagur, janúar 04, 2008

Mamma mía!!

Ég er búin að bóka flugfar suður til Reykjarvíkur á sunnudaginn þannig það er eins gott að veðrið hagi sér almennilega! Ég er samt strax komin með sting í magann ... plís plís verði flogið. Ég nenni ekki að standa í því að keyra.
Næsta vika verður tekin með trompi í háskólanum, ég þarf að læra á strætó þar sem ég verð bíllaus (það verður fróðlegt) svo ég komist á milli staða, kíki á einhverjar útsölur ef þær verða komnar á eitthvað skrið, Ellý systir mun eiga afmæli þann 8. janúar og MAMMA ER AÐ KOMA TIL LANDSINS Á MORGUN!!! Þannig það verður ekkert nema gleði, gleði, gleði hjá mér í næstu viku. Það er langt síðan við mæðgur vorum allar saman á afmæli einhverrar okkar, vá svo langt síðan að ég man ekki hvað það er langt!
Síðast vorum við allar þrjár saman á jólum fyrir ööö.... 6 árum eða 7! Þá var það í fyrsta skiptið í næstum því áratug. Þetta er agalegt.
Margrétin mín og Gunnsinn minn koma svo suður á næstuhelgi, keyrandi, og við keyrum síðan öll saman heim á sunnudaginn.Fjölskyldan í brúðkaupi brúðkaupanna sl. sumar.

Verið góð við allt og alla því þá gengur allt svo miklu betur.
kveðja frá Guðbjörgu

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Árið 2008 gengið í garð.

Gleðilegt nýtt ár krúttin mín. Ég er rétt búin að jafna mig eftir skemmtilega og hláturmikla nótt, við fengum góða gesti hingað á Ljósalandið á gamlárskvöld og það var hlegið, spjallað, hlegið, drukkið, hlegið og þar frameftir götunum fram á morgun! Alveg ekta.

Það eru allir búnir að vera að tala um skaupið í dag, mér fannst það fínt en mér fannst auglýsingin frá Kaupþing sem var á undan skaupinu fyndnari! Þið þekkið mig ... það þarf ekki mikið til þess að fá mig til þess að hlæja og þessi auglýsing var alveg nóg :) .... hér er linkur á hana: Auglýsingin

Það var ekkert fleira í bili .. heyrumst.