föstudagur, júní 29, 2007

Það var gott í sjóinn.....

Tími á blogg? Er ekki frá því!.....

Glöggt má sjá að ég er vakandi seint. JebbJebb ég er á næturvakt; Heppin?! ;)

Er ekki frá því að ég hafi einfaldlega ekki neitt til að blogga um; Heppin?!

Sé það að ég þarf að hysja upp um mig buxurnar og hugsa minn gang. Fólk er farið að gera major fjárfestingar í kringum mig. Hvað er málið með það? Jáh sei sei þá verð ég bara þessi "kærulausa" í hópnum svo vinkonurnar hafa eitthvað til hneykslast á og ræða um ;) HAHA

Ef það skildi hafa farið framhjá ykkur þá er Júní að verða BÚINN!!!! Alltof fljótt að líða og nóg um að vera. Að sjálfsögðu vinna og aftur vinna. Svo er Markaðsdagshelgin á þar næstu (6-8 júlí). Síðan ættarmót í lok Júlí, hlakka til. Þekki nú samt ekki marga í ættinni. En eru ættarmót ekki til þess; að kynnast fólki? Neih maður spyr sig.

Þetta þýðir líka það að ég er að fara út eftir aðeins;) 2.mánuði og 10.daga......Það er ekki neitt!!!

Út í annað, ef svo skemmtilega vildi til að þig langaði að gleðja lítið hjarta ungra snótar bara af því að hún er hún. Þá myndi platan með Ljótu Hálfvitunum hitta í mark! ;)
Þessir menn eru snillingar! :)

Kannski ég bloggi aftur í nótt þegar málefnalegi andinn hellist yfir mig. Kannski ekki.....spennó.

miðvikudagur, júní 27, 2007

Hjartagull

Ástkær vinkona okkar Karitas Sigurlaug, fótboltastjarna, starfsmaður Bakkavíkur, vöðvafjall, víkari og svo mætti lengi telja er 22 ára í dag!
Við gydjunar sendum henni stórt knús og slatta af kossum í tilefni dagsins!!

mánudagur, júní 25, 2007

Sykurpúði

Berta Hrönn æðibiti á afmæli í dag, stelpan er 22 ára!


Til hamingju með daginn ástin okkar :) Þúsund kossar ... Dagurinn er góður Berta ... svakalega góður.

Við sendum henni STÓRT knús! Það er glens.

fimmtudagur, júní 21, 2007

Fullorðinshjal

Mér finnst ég á góðri leið með að verða fullorðin, allavega verð ég að vera það þar sem maður er komin með lítið barn í hendurnar! Þá verður maður allavega að þroskast, sem ég hugsa að ég hafi gert síðastliðið ár ;)

Allavega. Þar sem ég er orðin svo fullorðin og þroskuð þá langar mig nú til þess að tala um eitt. Þannig er að ég, sem foreldri,fékk bréf um daginn frá leikskólanum þess efnis að Margrét mín kæmist inn á hann með haustinu. Þess má geta að hún er síðust og yngst á biðlistanum inná leikskólann. Það er samt sem áður smá problem, leikskólinn er of lítill. Það þarf einhverjar séraðgerðir til þess að stækka leikskólann og loksins (sorry fólk) á að fara að gera eitthvað í því.

Það hefur verið til umfjöllunnar að færa elstu börn leikskólans á Lambhaga (ef marka má fréttir og fundargerðir). Ég spyr er það til umræðu?! Ef ég á að segja mitt álit (sem foreldri) þá finnst mér það ekki mikið sniðugt, kannski er hægt að fegra þá hugmynd fyrir mér en ég veit ekki ... Ef færa á þessa elstubarnadeild inná Lambhaga þá þarf að eyða góðri summu af peningum að gera þar aðstöðu sem börnum er bjóðandi. Ég hef verið á Lambhaga með dægradvöl svokallaða sem er eftir skóla fyrir börn frá 1.-4. bekk Grunnskólans. Mér finnst aðstaðan þar ekkert svakaleg, en hún sleppur, rétt sleppur. Ef það á að færa börn í leikskóla á Lambhaga þá þarf af bæta aðstöðuna þar til muna, það þarf að gera almennilega salernisaðstöðu, vaska sem hæfir þeim, góðan sal og svo mætti lengi telja.
Hvar eiga þau að leika úti? Það er ekkert afmarkað svæði fyrir þau þarna fyrir utan, það þyrfti þá að girða þau eitthvað af er það ekki? Ekki væri ég alveg að sofa róleg (allavega ekki mikið róleg) ef ég vissi að barnið mitt gæti stungið af útí haga sem er þarna fyrir utan Lambhaga og endað jafnvel útí á, eða hvað veit ég? Reyndar er leiksvæðið fyrir utan Grunnskólann en það er ekki uppá marga fiska ef miðað er við það leiksvæði sem börnin hafa uppá leikskóla. Reyndar er einn ljóspunktur í þessu öllu sem er að elstu börn leikskólan kynnast umhverfi grunnskólans sem þau munu síðar ganga í og kynnast jafnvel krökkunum sem ganga í hann.

Það býr fólk á Lambhaga, á að biðja það fólk um að fara? Mín persónulega skoðun er sú að ég vil ekki að barnið mitt sé á svæði þar sem fólk er að reykja eða reykingafílan tekur á móti manni þegar maður kemur þarna inn(það er reykingarlykt frammá ganginum). Svo má ekki gleyma skítugu fiskifötunum sem hanga framaná hurðum, eða allavega einni (Svoleiðis var það þegar ég var með dægradvölina).

Ég heyrði því að fleygt að það væri einnig í athugun að fara með yngstu börnin í Lambhaga, já nei takk. Ég segi nei takk vegna ástæðunar sem ég gef upp hér að ofan og líka strika ég undir þá spruningu hvar eiga þau að leika sér úti? Ekki koma með þau rök að lítil börn (frá 18 mán. aldri til svona .... hvað á ég að segja 2ja ára?) hafi ekkert gaman af því eða þurfi ekki að leika sér úti! Dóttir mín er eins árs síðan í mars sem gerir hana .... 15 mánaða og hún ELSKAR það að leika sér úti, basla í sandinum, fá að róla og renna. Útileikir (og leikur yfir höfuð) eru þroskandi fyrir öll börn á hvaða aldri sem er. Ef ég á að taka dæmi þá er það þroskandi fyrir þau t.d. félagslega séð að leika úti að bíða í röð eftir að komast í rennibrautina, skiptast á með sandgröfurnar (hver man ekki eftir þeim) og fleira dót, samvinna að ramba (vega salt) svo ég tali nú ekki um þau tjáskipti sem fara fram og þroskinn í mannlegum samskipti. Margréti var boðið að koma inná leikskólalóðina í morgun (það var amma hennar Guja, sem er starfsmaður á leikskólanum, sem bauð henni innfyrir), ég fylgdi henni auðvitað. Margrét var fljót að ná sér í skóflu og fór að leika eins og hinir krakkarnir sem tóku henni fagnadi og hleyptu henni inn í leikinn.

Mér finnst, allavega frá mínu sjónarhorni og skoðunum, besti kosturinn í þessu öllu saman vera það að fá bara innréttaðan gám eða sumarbústað/kofa sem planta má inná leikskólalóðina fyrir þá deild sem á að færa. Það væri örugglega betra fyrir starfsmenn leikskólans að vera á sama svæðinu en ekki tvískipt á tveimur stöðum í bænum. Einnig nýtist útileiksvæðið betur, allir njóta þess.

Þetta eru mínar skoðanir, auðvitað veit ég ekki allt og ég er ekki að reyna að gera lítið úr einu né neinu. Ég er bara að segja mínar skoðanir. Ég er bara foreldri í þessum bæ, foreldri með skoðanir, foreldri sem vill það besta fyrir barnið sitt eða það sem ég tel best. En eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá er kannski hægt að fegra þessa Lambhaga hugmynd eitthvað fyrir mér, en ég er ekkert svo viss um það.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Vangaveltur

Það er alveg sama hvort fólk sem les þetta sé með eða á móti fóstureyðingum og hvort því finnist það rétt eða rangt, allt í lagi eða ekki, sé alveg sama, er þetta ykkar hjartansmál eða mikilvægt? Mig langar að vita hvort fólki finnst þetta eðlileg þróun?

Langflestum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt
Kastljósið á stöð1 fjallaði um þetta í þætti sínum fyrr í kvöld, sjá HÉR .

Ég hef ekkert spes að segja, mig langar bara að vekja athygli á þessu hérna fyrir ofan.

mánudagur, júní 18, 2007

Í dag....

.....var glampandi sól og æðislegt veður. Í dag fékk ég lit á bringuna. Það er rauður litur. Heppin!?!

laugardagur, júní 16, 2007

Ei-opinberun....

Díses! Er enn þá að jafna mig á þessari opinberun Guðbjargar! (HLÆ-HLÆ)

En bloggið must go on eins og maðurinn sagði....
Ótrúlegt en satt þá er ég búin að vera óvenju lítið í tölvunni undan farið! Trúi þessu varla sjálf.

Bókaði flugið til Nice í vikunni! Eigum við eitthvað að ræða spenningin! Hlakka svoooo til að fara út, fara í burtu...............það er alltaf svo gott að koma heim aftur ;)
Spurningin er bara hvað verður gert í haust, ég rokka fram og til baka varaðandi það. Og er ég vissum að þegar ég mun loks taka ákvörðun verður það instant......

Fór suður að keppa á síðustu helgi, margt sem áorkaðist þar t.d tognun á lærum. Er engan vegin að fíla það. En annars var þetta skemmtileg ferð, Bellu-crewið ROKKAR FEITT ;) híhí... Fór í keilu í annað skiptið á ævinni fékk 90 og eitthvað stig. Núna verður keilan stunduð grimmt í næstu suður-ferðum mínum. Hananú sagði hænan og lagðist á bakið :)

Stelpurnar voru að spila í dag. Oj hvað það var leiðinlegt að fá ekki að vera með. Hef ekki upplifað annað eins! Hef aldrei verið meidd. Fékk að vera Watergirl, H2O!!! ;) (Var reyndar leikstjóri á skýrslunni eeen það er ekki eins töff...)

Hef ekki meira að segja, nenni ekki að blogga meira haha :)

miðvikudagur, júní 13, 2007

Opinberun

............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
.................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
..................................................................................................................................................................................................................................................................................................................
..............................................................................................................................................................................
.........................................................................................................................................................................................
....................................................................................................................................................................................................................
........................................................................................................................................................................................
...........................................................................................................................................................................................
.........................................................................................................................................................................................................................
................................................................................................................................................................................................................................
..............................................................................................................................................................................................................................
.......................................................................................................................................................................................................
................................................................................................................................................................................................................
....................................................................................................................................................................................................................
...................................................................................................................................................................................................
Ég og minn elskulegi kærasti, Gunnar erum búin að kaupa okkur hús!
Húsið er staðsett í Víkinni fögru,Bolungarvík, nánartiltekið að Ljósalandi 13.
Við erum ekki ennþá búin að fá lyklana afhenta, en það kemur að því.
Eintóm hamingja og gleði hérna megin.

Kveðja frá Guðbjörgu sem vinnur og tekur þátt í því að byggja Bolungarvík upp :)

föstudagur, júní 08, 2007

Blues are still blue....

  • Nenni ekki að blogga almennilega.
  • Leti getur drepið fólk.
  • Sbr Svanga Langa Manga sem nennti ekki að teygja sig í vatnið.
  • Ég er í elítunni.
  • Bellu-elítunni.......lífið gerist ekki betra ;)
  • Er að fara suður á morgun.
  • Er að fara að keppa í fótbolta.
  • Vona að ég geri ekki einhverja gloríur eins og mér einni er lagið.
  • Paris Hilton er stunginn af úr jailinu.....okei var sleppt....hver er munurinn......?læknisráði?...spurt er....
  • Klaufi það er ég.
  • Mp3 spilarinn minn hefur þolað ýmislegt, missti hann milli rifanna á öðru varamannaskýlinu uppi á Skeiði (hvernig í ansk. ég fór að því er góð spurning).
  • Faðir reddaði málunum, kom með skóflu. Kennda við stungu.
  • Enginn skaði skeður, hvorki á eiganda, hluti eða öðrum sem að málinu komu.
  • Það eru allir að fullorðnast í kringum mig......hvað er málið með það?
  • Mun bóka flugið til Nice á mánudaginn næsta!!! Eigum við eitthvað að ræða þetta!!!
  • Spenna dauðans!
  • Á eftir að pakka niður.
  • Þýðir það að ég eigi eftir að gleyma einhverju?
  • Svefn......er það málið?

Vera vítskytta;) Snorradóttir

OUT!

miðvikudagur, júní 06, 2007

Mamma mín

Mamma mín á afmæli í dag!! Til hamingju með daginn elsku bestasta besta mamma mín, ég elska þig útí það óendanlega. Þú vonandi hefur það gott í Hollandinu!!
------------------

Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Ég er búin að vera í vist síðustu daga. Vistin fólst í því að gefa 2 lömbum að drekka 3 sinnum á dag, takk fyrir pent! :) Tengdaforeldrar mínir tilvonandi fóru úr bænum þannig þau fengu mig til þess að sjá um búið. Alltaf verið að safna sér inn stigum ;) Ég fór á golfnámskeið um daginn ásamt henni Guggu. Ég hugsa að ég sé með golfhæfileikana í blóðinu, ég var ótrúlegt klár. Ekki má gleyma aðalnámskeiðinu sem lýkur á morgun og það er sko reiðnámskeiðið sem búið er að standa yfir í nokkra daga!!! Ég er orðin þó nokkuð klár þó að ég segi sjálf frá! Ég kann núna að setja hestinn á tvo ganga, tölt og brokk, þannig ég er ánægð með mitt. Einnig höfum við verið að læra eitt og annað um hestinn og einhverjar æfingar sem gott er að láta hestinn gera svona einhverntíman og einhverntíman. Í kvöld er bæði verklegur og bóklegur tími, þannig þetta verður strembið kvöld held ég.
Síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí er á morgun í Grunnskólanum, sem er fííínnttt .... þá eru það bara þrifin á leikskólanum sem ég þarf að sjá um í sumar, eða út júní. Í júlí tek ég einhverja rispu og þríf allt hátt og lágt, bóna og skrúbba á leikskólanum. Ágúst verður svo tekinn rólega þar sem ég hef sagt starfi mínu sem ræstitæknir lausu frá og með 1.ágúst.
Það eru komnir nokkrir viðburðir inná sumarplanið og það sem stendur hæst er auðvitað brúðkaupið!! já ... eða nei, ég er ekki að fara að gifta mig. Svo vonandi verða flutningar á dagatalinu í júlí eða ágúst, ji hvað það verður næs :)

Allavega ... þið vitið af mér, á lífi.

sunnudagur, júní 03, 2007

Sjómenn til hamingju með daginn! :)

Nýta tækifærið og óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn! ;*


Dagurinn í gær var virkilega skemmtilegur. Tókum þátt í róðrakeppninni sem Þrælarnir hennar Bertu. Fengum hrós fyrir falleg áratök - enda markmiðið að looka fyrst og fremst vel :) hehe... Síðan var bara fylgst með hátíðarhöldunum. Farið heim og tekið aðeins til því el kidoz kíktu á Traðarland 8 fyrir ball. Svaka stuð, ofcourse ;) Einnig var ölvun dulítil :op Ballið var ÆÐI, vá hvað Erobandið er skemmtilegt. Maður kunni barasta öll lögin :) Svo var líka stappað á ballinu, virkilega gaman :) Regína Ósk tók nokkrar myndir á vélina mína liggaliggalái ;)

Síðan eins og sannri sjómannsdóttur sæmir vaknaði ég hress kl 11:30 í morgun. Skellti mér í sturtu og fór í skrúðgöngu, kirkju og svo sjómannadagskaffi. JebbJebb ekkert nema hressleikinn á þessum bæ ;)